25. október 2021

Katla jarðvangur fær veglega gjöf frá Vegagerðinni

Katla jarðvangur og Víkurskóli í Vík fengu nú nýlega veglega gjöf frá Vegagerðinni. Gjöfin eru fjöldinn allur af sandsigtum og hristari sem nýtt eru til að greina kornastærð sands. Sigtin munu verða nýtt af nemendum í Víkurfjöruverkefni Kötlu jarðvangs og Víkurskóla til þess að ákvarða kornastærðina sem er í fjörunni við hverja mælingu. Hér er hægt að lesa meira um mælingar nemenda Víkurskóla í Víkurfjöru.

Vegagerðin birti einnig frétt um gjöfina og má nálgast þá frétt hér.

Katla Jarðvangur vill þakka Vegagerðinni fyrir þessa gjöf og hlökkum við til þess að fara að geta notað sigtin. Þá vill jarðvangurinn einnig nýta tækifærið og þakka Jóhanni Guðlaugssyni í Framrás fyrir afnotin af GPS tækinu hans.

Twitter Facebook
Til baka