08. október 2021

Regnbogahátíðin í Vík

Regnbogahátíðin í Vík í Mýrdal byrjaði á fimmtudaginn var og var hið árlega alþjóðega matarsmakk haldið hátíðlega í gærkveldi. Katla jarðvangur bauð þar upp á smakk af krækiberjahlaupi frá Sultunum hennar Æsu, en Æsa og fyrirtækið hennar var að gerast aðili að GEOfood vörumerkinu sem er opinbert matvælamerki UNESCO jarðvanga. Skógræktarfélag Íslands var einnig með smakk, en þau voru að kynna vörur tengdar skógum. Mjög góð mæting var á smakkið og voru fjölmargir einstaklingar að kynna mat frá sínu heimalandi.

Twitter Facebook
Til baka