21. september 2021

GEOfoodEDU verkefnið

GEOfoodEDU verkefnið er til tveggja ára sem er styrkt af Norræna Atlantssamstarfinu (NORA), https://www.byggdastofnun.is/is/verkefni/erlent-samstarf/nora). NORA eru samtök fjögurra landa, Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs, sem vinna að því að styrkja samstarf innan þessara landa með það að markmiði að gera Norðuratlantssvæðið að öflugu norrænu svæði. Verkefnið, sem leitt er af Magma jarðvangi í Noregi, hefur það markmið að styrkja sjálfbæra þróun í matarframleiðslu svæðanna og bæta nýtingu matvæla, en Því verður náð meðal annars með því að útbúa fræðsluefni um þau málefni. GEOfoodEDU mun koma til með að miðla upplýsingum um góðar umhverfisvenjur og staðbundinn mat í gegnum notkun á GEOfood vörumerkinu, sem er í notkun hjá 16 UNESCO jarðvöngum í 9 löndum og þar á meðal í Kötlu jarðvangi. Eitt af markmiðum GEOfoodEDU er því að auka notkun GEOfood merkisins innan NORA svæðisins, til að fá framleiðendur og veitingastaði í lið með sér til að auka notkun á matvælum sem framleidd eru á hverju svæði og þar með minnka þá vegalengd sem matvæli eru flutt frá framleiðanda til neytenda. Þátttakendur í GEOfoodEDU verkefninu munu vinna að GEOfood matarleiðum innan sinna svæða og öðrum þemaleiðum sem auglýsa GEOfood framleiðendur og veitingastaði, ásamt því að fjalla um menningar- og jarðfræðiarfleifð svæðisins. Þá verður einnig notast við kennsluappið TeachOut, sem Magma jarðvangur hannaði, til kennslu og fræðslu.

Aðilar að verkefninu eru:
1.    Magma jarðvangur í Noregi (https://magmageopark.no/en/)
2.    Katla jarðvangur (www.katlageopark.is)
3.    Jarðvísindastofnun Færeyja (https://jf.fo/)
4.    Innovation South Greenland (https://isg.gl/en-us/)

Áætluð útkoma verkefnisins:
1.    Kennslu- og fræðsluefni um sjálfbæra þróun í matvælaframleiðslu, líffræðilegan og jarðfræðilegan fjölbreytileika, minnkun matarsóunar og jarðvegsvernd.
2.    Lýsingar á staðbundinni arfleifð fyrir hugsanlegar GEOfood vörur og veitingastaði. Hver framleiðandi og veitingastaður mun fá lýsingu sem útskýrir fyrir neytendum sérkenni jarðfræðilegs arfleifðar staðarins og tengingu arfleifðarinnar við matvælin.
3.    Kort og bæklingar með uppskriftum, þjóðsögum og hefðum af hverju svæði sem tengist mat og matarhefðum.
4.    Myndskeið sem kynna hvert svæði og sjálfbæra þróun tengdri mat og menningu
5.    Stutt skýrsla um innleiðingu GEOfood merkisins innan jarðvanga – með sérstakri áherslu á Færeyjar
6.    Miðlun á upplýsingum um GEOfood vörumerkið innan NORA svæðisins

Twitter Facebook
Til baka