13. júlí 2021

Ánægjulegur fundur í Kötlusetri

Katla jarðvangur bauð gestum og gangandi á opið hús í Kötlusetri sem haldið var eftir hádegi þann 21. júní s.l. Það komu ýmsir að frá ólíkum hornum jarðvangsins og virkilega gaman að hittast og spjalla yfir kaffibollanum. Meðal annars komu aðilar frá Skógræktinni og einnig ýmsum fyrirtækjum og framleiðendum.

Jarðvangurinn hélt stutta kynningu um GEOFOOD (www.geofood.no) fyrir áhugasama og svaraði einnig spurningum um samstarfssamning fyrirtækja og framleiðenda og hvernig aðilar á svæðinu gætu tekið þátt á þeim vettvangi.

Allir eru velkomnir í samstarfsvettvang jarðvangsins en þau fyrirtæki sem gera vel, t.d. stuðla að náttúruvernd og draga fram sérstöðu svæðisins og afurðir innan hans, fá leyfi til að nota vörumerki jarðvangsins með sérstökum samstarfssamning sem finna má á þessum link hér. Í samningnum er farið yfir þær áherslur sem fyrirtæki eiga að tileinka sér til að vera hluti af sjálfbæru samfélagi jarðvangsins. 

Jarðvangurinn hlakkar til að endurtaka svona hittinga í framtíðina og fá tækifæri til að kynnast fleirum aðilum á svæðinu. Ekki síður að bjóða  vettvang aðila til að styrkja samtalið sín á milli, því samvinna er lykillinn til að ná árangri og styrkir okkur öll sem eitt! 

 

 

 

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka