12. maí 2021

Jarðvangsvika í Kötlu jarðvangi

Sæl öll
Nú er jarðvangsvika Kötlu jarðvangs í fullum gangi og munu íbúar og fyrirtæki innan jarðvangsins standa fyrir ýmsum uppákomum, tilboðum, sýningum, gönguferðum o.fl. Dagskrá vikunnar fylgir hér með, en þar sem það er sífellt að bætast við hana er best að fylgjast með á fésbókarsíðu jarðvangsins, https://www.facebook.com/katlageopark, þar sem dagskráin er uppfærð reglulega þar. Ef þið eruð með hugmynd að viðburði sem þið viljið standa fyrir endilega látið þið okkur vita (info@katlageopark.is) og við bætum því við dagskránna.  Þá er líka um að gera að nýta vikuna til útiveru, plokka og njóta góða veðrisins :)

Twitter Facebook
Til baka