07. apríl 2021

Víkurskóli hlýtur styrk úr Sprotasjóði

Einn af jarðvangsskólum Kötlu jarðvangs, Víkurskóli í Mýrdal, fékk úthlutað úr Sprottasjóði núna á dögunum, en í ár fengu 42 verkefni af 105 úthlutað úr sjóðnum. Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.
 
Víkurkóli fékk 1,2 milljónir króna til verkefnisins „strandlínurannsóknir nemenda í Víkurfjöru“ en rannsóknarverkefnið er unnið í samstarfi við Kötlu jarðvang og Kötlusetur og hófst fyrr á þessu ári. Verkefnið felur í sér að nemendur í 5-10 bekk mæla upp 6 snið í Víkurfjör, ásamt því að mæla kornastærðirnar á sandinum þar og taka ljósmyndir af formgerðunum í fjörunni. 1-4 bekkur mun síðan stunda sjálfstæðar rannsóknir á sandinum í Víkurfjöru, dýralífinu sem þar er að finna og rannsaka rusl sem skolast þar á land. Lesa má nánar um verkefnið hér: http://www.katlageopark.is/um-jardvanginn/frettir/frett/2021/01/13/rannsoknarverkefni-i-vikurskola-katla-jardvangur, Víkurskóla hér: https://vikurskoli.is/ og Sprotasjóð hér: http://www.sprotasjodur.is/is/um-sprotasjod/uthlutanir/2021-2022

 

 

Twitter Facebook
Til baka