19. mars 2021

Stafrænn rýnifundur 24. mars

Sæl öll,

Okkur langar að biðja alla áhugasama um að taka þátt í stuttum og stafrænum rýnifundi með okkur þar sem við viljum skoða með hvaða hætti við getum eflt jarðvanginn og samstarfið okkar og fyrirtækja innan jarðvangsins. Þá langar okkur einnig að fá álit frá ykkur varðandi námskeið fyrir fólk í ferðaþjónustu sem Katla jarðvangur mun hugsanlega standa fyrir. Sérstaklega er þetta mikilvægt núna eftir þetta erfiða ár en nú styttist í sumarið og ýmis tækifæri standa til boða til að auka samvinnuna og styrkja okkur. 

Okkur langar því að bjóða ykkur á zoom fund n.k. 24. mars kl 09:00-10:00, til að ræða hvernig við getum styrkt samstarfið, gert okkur sterkari og sýnilegri. Hlekkurinn á zoom er https://zoom.us/j/91053742220?pwd=ODZYTENWbGhFZ1pFTmx1VHR1cWIxQT09

Vonumst til að sjá ykkur þá,

Kv. Katla jarðvangur

Twitter Facebook
Til baka