16. mars 2021

Rýnifundur fyrir fyrirtæki innan Kötlu jarðvangs

Heil og sæl kæru vinir, nær og fjær

 

Okkur langar að biðja ykkur um að taka þátt í stuttum og stafrænum rýnifundi með okkur þar sem við viljum skoða með hvaða hætti við getum eflt jarðvanginn og samstarfið okkar og fyrirtækja innan jarðvangsins. Sérstaklega er þetta mikilvægt núna eftir þetta erfiða ár en nú styttist í sumarið og ýmis tækifæri standa til boða til að auka samvinnuna og styrkja okkur.  Okkur langar því að bjóða ykkur á zoom fund n.k. 24. mars til að ræða hvernig við getum styrkt samstarfið, gert okkur sterkari og sýnilegri.

 

Til að tryggja að þið komist væri gott að heyra hvaða tími myndi henta ykkur (eða hvort annar dagur/tími hentar betur), gerum ráð fyrir að fundurinn taki 1-2 klst, og verður gegnum ZOOM. Við munum líklega nota forritið Menti til að fá álit ykkar og hugmyndir á ýmsum viðfangsefnum, það virkar þannig að þið opnið síðuna menti.com og sláið inn kóða sem við gefum upp þegar nær dregur og spurningum er sent út sem við fáum svo nafnlaus tilbaka.

 

Hér er hlekkurinn á doodle könnunina (best að velja “calendar” til að velja dagsetningu og tímasetningu), en hægt er að svara til og með fimmtudeginum 18. mars.

https://doodle.com/poll/krut3s3vep5nzg59?utm_source=poll&utm_medium=link

 

Hlökkum til að “sjá” ykkur 😊

Twitter Facebook
Til baka