02. desember 2020

Hunang og hunangssinnep í Kötlu Geopark

Sannkölluð nýjung á Íslandi og gaman að segja frá því að það á sér stað í Kötlu jarðvangi. Hér býr og starfar hugmyndaríkt fólk sem er umhugað að náttúrunni og vistkerfinu.

Þau Margrét Jóna og Þórður Freyr, íbúar í Fljótshlíð, hófu árið 2013 að stunda býflugnaræktun og búa til hunang. Tveimur árum síðar ákváðu þau að styðja við framleiðsluna og hófu tilraunir á að rækta sinnep. 

Í ár ákváðu þau að stækka framleiðsluna og færa sig yfir á stærra svæði í Gunnarsholti. Þau fóru í samstarf við svínabónda sem ræktar fóður fyrir svín sín í Gunnarholsti,  og virkar það þannig að hann sáir fyrir þau fræjunum en þau koma með býflugurnar.  

Stefnan er á að búa til hungangssinnep og nýta þar með báðar afurðir, fræ úr sinnepsræktuninni og hunang úr býflugnaræktuninni. 

Skemmtilegt viðtal við hjónakornin á ruv.is sem við hvetjum alla til að horfa á. 

 

Twitter Facebook
Til baka