28. nóvember 2020

Vetur í Kötlu jarðvangi

Í Holtsósnum undir Eyjafjöllum var gaman að fylgjast með fuglunum í vikunni. Undanfarið hefur verið mikið frost og þegar þessar myndir eru teknir er fyrsti alvöru vetrarstormur á leiðinni. Heyra mátti í lægðinni nálgast með hljóðum brimöldunnar sem skall á ströndina í fjarska og myndaði eins og litla jarðskjálfta með krafti sínum. Mikill ólgusjór og hafrót fylgir óveðrum sem þessum en hafið getur laumað að okkur vísbendingum um það sem er í návígi við okkur  eða jafnvel á leiðinni. Áður fyrr skynjuðu menn hvernig mætti lesa í náttúruna með þessum hætti, til að undirbúa sig fyrir óveður og náttúruhamfarir - og eru dýrin þar ekki undanskilin.  

En fuglarnir virðast slakir, e.t.v. að undirbúa sig fyrir óveðrið og njóta síðustu stunda í birtu áður en þeir leita skjóls undan veðri og vindum. Þeim brá þó heldur þegar stoppað var til að mynda þá og tóku á loft í stutta stund. Orðnir góðu vanir með fáa á ferðinni. Þeim hefur vafalaust ekki þótt covid ástandið jafn leiðinlegt og mannkyninu.

 

 

Twitter Facebook
Til baka