27. nóvember 2020

Hugarflugsfundur um hvernig sé best að auka þekkingu og viðbúnað fólks varðandi náttúruvá innan Kötlu jarðvangs

Hugarflugsfundur um hvernig sé best að auka þekkingu og viðbúnað fólks varðandi náttúruvá innan Kötlu jarðvangs verður haldinn þann 2. desember næstkomandi kl 20:00 - 21:00 á Zoom. Fésbókarviðburð fyrir íbúafundinn má finna hér: https://www.facebook.com/events/4091322447554292/, og verður hlekkur fyrir zoom birtur þar samdægurs, en þá er líka hægt að skrá sig í gegnum Eventbrite og fá hlekkinn sendann í tölvupóst. Hlekkurinn fyrir Eventbrite er hér: https://www.eventbrite.com/e/hugarflugsfundur-kotlu-jarvangs-tickets-131173183523

 

Vinnustofan gengur út á það að skilgreina betur hvað það er sem við (íbúar jarðvangsins) viljum gera í þessu verkefni, hvað við getum búist við að fá út úr því og hvernig við ætlum að framkvæma það. Því reynum að ná því fram með því að svara nokkrum spurningum sem listaður eru hér fyrir neðan og verða teknar fyrir á vinnustofunni.

 

1. Upplýsingafundir, námskeið og rýmingaræfingar

 

Hvernig myndir þú vilja læra um náttúruvá og viðbrögð við henni?

Hvaða árstími myndi henta best fyrir námskeið um náttúruvá og viðbrögð við þeim?

Hvaða árstími myndi henta best fyrir rýmisæfingar vegna eldgosa?

 

2. Aukin upplýsingadreifing um náttúruvá á netinu

Hvar myndir þú vilja geta nálgast upplýsingar um náttúruvá á netinu?

Hvaða upplýsingar myndir þú vilja hafa aðgengilegar á heimasíðu jarðvangsins/sveitarfélaganna?

 

3. Aukið aðgengi að upplýsingum um náttúruvá í bæklingum

Hvar ættu bæklingar um náttúruvá að vera aðgengilegir fyrir heimafólk innan Kötlu jarðvangs?

Hvar ættu bæklingar um náttúruvá að vera aðgengilegir fyrir ferðafólk innan Kötlu jarðvangs?

Ef þú værir að flytja inn á svæðið (Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp eða Skaftárhrepp) núna, hvaða upplýsingar myndir þú vilja fá í bæklingi?

Ætti að vera slíkur bæklingur fyrir ferðamenn líka?

 

4. Kennsluefni um náttúruvá fyrir börn

Er þörf á kennsluefni um náttúruvá fyrir börn?

Um hvaða náttúruvá ætti að vera til kennsluefni fyrir börn?

 

5. Rýmingarspjöld

Hvar ættu rýmingarspjöldin (húsið yfirgefið) að vera aðgengileg innan Kötlu jarðvangs?

Hvernig væri hægt að tryggja að allir eigi rýmingarmerki?

Myndir þú vilja sjá (fleiri) skilti sem sýna hvar á að safnast saman í neyðartilvikum og hvernig mætti útfæra það?

 

6. Neyðarpakki fyrir íbúa á hættusvæðum

Ertu þú með tilbúinn neyðarpakka (viðlagakassa) á þínu heimili?

Hvernig væri hægt að hvetja fólk til þess að vera með neyðarpakka tilbúinn?

Ef neyðarpakkar, með uppsetningu frá Almannavörnum, væri til sölu, myndir þú kaupa slíkan pakka?

 

Lokaspurningar:

Hvaða hagsmunaaðila telur þú ættu að koma að þessu verkefni?

Ef þú villt fá frekari upplýsingar um þetta verkefni og/eða hjálpa til þá máttu endilega setja niður nafn og netfang hér.

Ath. Að engin skuldbinding er falin í þessu, það eina sem gerist er að þú munt fá tölvupóst frá okkur þegar verkefnið fer af stað og athuga hvort þú sért tilbúin(n) að taka þátt í því

 

 

Twitter Facebook
Til baka