25. nóvember 2020

Ráðherra opnar endurbættan stíg við Sólheimajökul

Í dag kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðanaðar- og nýsköpunarráðherra, í Kötlu Geopark til að opna nýjan stíg við jarðvættið Sólheimajökul. Stígurinn er tæplega km langur og leiðir gesti að flottum útsýnisstað þar sem hægt er horfa til jökuls og lóns. Verkefnið er samstarfsverkefni  atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og fjölda hagaðila á svæði jarðvangsins, landeigenda, Safe Travel og Katla jarðvangur útbjó fræðsluskilti á útsýnisstaðinn. Efla sá um að hanna stíginn og hefur hann tekist með eindæmum vel þar sem hann fellur vel að landslaginu. Gaman er að segja frá því að íslenskt lerki er notað í staura á útsýnisstaðnum en landeigendur sáu um þær endurbætur.

Sóllheimajökull er vinsæll áfangastaður ferðamanna en þangað koma að öllu jöfnu milli 500-1500 ferðamenn daglega (samkvæmt talningum mælaborð ferðaþjónustunnar f. árið 2018).  En lítið er hinsvegar um manninn þessa dagana þó reyndar hafi erlend fjölskylda verið að njóta góða veðursins þar í dag. Eins sást glitta í útivistargarpa upp á jöklinum sjálfum í fjarska. 

Sólheimajökull hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár, en frá því að mælingar hófust á jökulsporði hans árið 1930, þá hefur hann hopað tæplega 2 km ! Hörfun jökulsins hefur leitt til myndunar lóns við sporðinn sem hefur stækað hratt síðan það byrjaði að myndast 2008. Bráðnunin hefur því aukist þar sem kelfir af jökulsporðinum í lónið. 

Hér má lesa frétt :

Bætt aðstaða við Sólheimajökul í þágu öryggis og stýringar.

 

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka