20. nóvember 2020

Kynning á gosvefsjánni

Nemendum í grunnskólum Reykjanes og Kötlu jarðvangs var boðið upp á kennslustund hjá starfsmönnum Veðurstofu Íslands í tilefni af alþjóðlega degi hamfaraminnkunar (13. október)  sem haldinn var í 31. sinn um allan heim.
Þar var íslenska útgáfan af gosvefsjánni kynnt, en það er afar fróðleg síða sem sýnir og segir okkur heilmargt um eldfjöllin okkar, gossögu, útbreiðslu hrauna og fl!
Sennilega í fyrsta skipti sem skólunum er boðið upp á sameiginlega fjarkennslustund af þessu tagi. 
Við þökkum þeim Bergrúnu Óladóttur, Ríkey Júlíusdóttur, Sigrúnu Karlsdóttur og Hauki Haukssyni hjá Veðurstofu Íslands kærlega fyrir að koma þessu á fótinn og virkilega áhugaverðan fyrirlestur sem á án efa eftir að nýtast skólunum í kennslu í framtíðinni.
 
 
Við hvetjum alla til að skoða þessa áhugaverða síðu www.islenskeldfjoll.is  
 

 

 

Twitter Facebook
Til baka