13. október 2020

Vinnustofa nr. 2 í Ruritage verkefni Kötlu jarðvangs - hlekkurinn er kominn

Zoom hlekkurinn á vinnustofu nr. 2 í Ruritage verkefni Kötlu jarðvangs er hér: https://zoom.us/j/91676253969

Vinnustofan byrjar kl 18:00 og stendur yfir í um klst, en á vinnustofunni verður kosið um hvaða verkefnahugmyndir við munu framkvæma innan Kötlu jarðvangs, vonandi sjáum við sem flest ykkar í kvöld! :)

 

Þá er komið að vinnustofu nr. 2 í Ruritage verkefninu. Síðastliðinn miðvikudag var vinnustofa 1 þar sem verkefnishugmyndirnar voru kynntar og fólki gefið kostur á að koma með sýnar hugmyndir. Hér meðfylgjandi er niðurstaðan úr þeirri vinnustofu. Vinnustofan verður núna á miðvikudaginn kl 18:00-19:00. og þar verður kosið um hvaða verkefni, við sem samfélag, munum taka að okkur. Vinnustofan verður sem áður á netinu í gegnum forritið Zoom, og mun hlekkur fyrir vinnustofuna vera birtur á miðvikudaginn.

 

Ef þið viljið fræðast meira um Ruritage verkefnið þá er samantekt hér:

http://www.katlageopark.is/um-jardvanginn/ruritage/

og heimasíða verkefnisins:

https://www.ruritage.eu/

 

Hér er listi yfir verkefnishugmyndirnar og umfjöllun um þær:

1. Styðja við bændur og aðra framleiðendur/þjónustuaðila innan jarðvangsins

Hugmyndin gengur út á það að halda viðburði, t.d. uppskeruhátíð, jólamarkað, eða fiskimarkað innan Kötlu jarðvangs, þar sem bændum, framleiðendum og þjónustuaðilum gefst tækifæri á að kynna sig og vörur sínar.

2. Kynna og styðja við þjónustu, vörur og afþreyingu sem er í boði innan jarðvangsins

Hugmyndin gengur út á það að auka sýnileika afurða sem framleiddar eru innan jarðvangsins, þá t.d. með merkingum sem sýna að þær séu framleiddar á svæðinu (framleitt innan Kötlu jarðvangs) o.s.fr. Þá er einnig reynt að styðja við eða koma með nýjar afþreyingarmöguleika til jarðvangsins, t.d. með því að finna útbúa klifursvæði innan jarðvangsins, skoða möguleikann á braut fyrir hjól og/eða torfæruhjól

3. Kynna og innleiða samstarfsverkefni milli fyrirtækja innan jarðvangsins

Hugmyndin gengur út á það að auka samvinnu milli fyrirtækja, en samstarfið gæti náð til allra fyrirtækja innan jarðvangsins eða verið skipt niður eftir sveitarfélögum eða bæjarfélögum. Þessi samvinna gæti verið svipuð og #víkunited verkefnið, sem er samvinna veitingastaða í Vík til að kynna vörur sínar, opnunartíma, og þátttaka í sameiginlegum viðburðum þar sem hver veitingastaður getur boðið upp á vörurnar sínar. Þessi hugmynd gæti einnig náð til sýninga, safna o.s.fr.

4. Búa til ýmsar mismunandi þemaleiðir í gegnum jarðvanginn/svæði innan jarðvangsins

Í þessu verkefni yrðu útbúnar ýmsar þemaleiðir innan jarðvangsins. Þemaleiðirnar gætu verið byggðar á t.d. mat, menningu, gömlum þjóðleiðum, o.s.fr. Leiðirnar yrðu nýttar til að stuðla að betri upplifun á svæðinu, kynningu á þjónustu og afþreyingu, og fá fólk til að eyða meiri tíma innan jarðvangsins.

5. Rannsaka og varðveita gamlar ferðaleiðir innan jarðvangsins og þær hefðir/hjátrú sem gæti tengst þeim – auka við þekkingu um svæðið og arfleið þess

Í þessu verkefni væri hægt að kortleggja ýmsar leiðir ásamt því að taka ljósmyndir af þeim og safna upplýsingum í gagnabanka sem væri opinn öllum á netinu. Svipað verkefni hefur verið unnið í Skaftárhreppi og mætti þá gera svipað fyrir Mýrdalshrepp og Rangárþing eystra. Gaman væri einnig að tengja þetta við nýju sýninguna á Skógasafni um landpóstana, en þá væri hægt að kortleggja gömlu leiðir póstanna í gegnum svæðið. Þessar leiðir gætu einnig orðið grunnurinn að nýjum gönguleiðum innan jarðvangsins og nýttar sem þemaleiðir.

6. Auka þekkingu og viðbúnað einstaklinga varðandi náttúruvá innan jarðvangsins

Þetta verkefni yrði mjög fjölbreytt og myndi meðal annars fela í sér aukið upplýsingarflæði til almennings og ferðafólks innan jarðvangsins varðandi náttúruvá. Því yrði náð t.d. með fleiri upplýsingarfundum, auknum námskeiða- og æfingarhaldi til að þjálfa almenning og auknu kennsluefni fyrir börn. Þá yrði aðgengi að upplýsingum aukið, bæði á netinu og í bæklingum, og reynt að hafa þær upplýsingar á sem flestum tungumálum. Þá yrðu fundnar leiðir til að auðvelda rýmingu ferðamanna í Vík ef til gos í Kötlu kæmi. Þær leiðir gætu verið m.a. að auka þjálfun fyrir eigendur og stjórnendur fyrirtækja, til að aðstoða við rýmingu í neyðarástandi og setja upp skilti sem leiðbeina ferðamönnum hvert þau eigi að fara ef það kemur upp neyðarástand.

7. Kortleggja (staðsetja með GPS) minjar sem tengjast t.d. menningu, sögu og jarðfræði innan jarðvangsins

Verkefnið myndi fela í sér að kortleggja minna þekktar minjar eða minjar sem hafa hingað til ekki fengið athygli þótt merkar séu. Þá væri einnig hægt að setja upp Geocaching innan jarðvangsins, og þannig gefið fólki öðruvísi tækifæri á að læra um marga af þekktustu stöðum innan jarðvangsins og fengið fólk til að vera lengur innan jarðvangsins. Þá væri hægt að koma upp afþreyingu fyrir ungt fólk, t.d. fjársjóðsleit, og hafa stimpla á ákveðnum stöðum sem fólk getur notað.

Twitter Facebook
Til baka