23. september 2020

Katla jarðvangur vonast eftir þinni þátttöku í Ruritage vinnustofum - hlekkurinn er hér:

Hlekkurinn fyrir vinnustofuna er: https://zoom.us/j/96630554231?pwd=ZnhVMWpqMTM4R2tXTzJjN21Qa2k4Zz09

Katla jarðvangur vill hér með kynna fyrir ykkur vinnustofur tengdar Ruritage verkefninu og við vonumst eftir þátttöku ykkar í þessum vinnustofum. Ruritage verkefnið beinist að dreifbýlum svæðum þar sem samfélagið hjálpast að við að auka gæði svæðanna og skapa ný tækifæri. Það er gert með því að vinna saman að mismunandi verkefnum, og er næsta skref í Ruritage að velja 1-4 verkefnishugmyndir af 8 sem eru í boði, sem síðan verður unnið að á næstu mánuðum. Katla jarðvangur leitar því eftir þátttöku íbúa, fyrirtækja og samfélagsins alls, til að fá breiða samvinnu um val, mótun og skilgreiningu á þeim verkefnum sem hrinda á í framkvæmd í gegnum Ruritage.

Fyrsta vinnustofan fer fram þann 7. október kl. 17:30 – 18:30. Þar verður Ruritage kynnt í stuttu máli og þær 8 verkefnishugmyndir sem valið stendur um kynnt nánar, ásamt hvað þær fela í sér og hugsanlegur ávinningur af þeim. Að því loknu verða stuttar umræður milli þátttakenda um þessar verkefnishugmyndir og hvað mætti breyta eða bæta í þeim. Þá geta þátttakendur einnig komið með sínar eigin hugmyndir um verkefni og kynnt þau á vinnustofunni, eða sent tölvupóst á johannes@katlageopark.is með hugmyndinni og þá verður hún kynnt á vinnustofunni.

Vinnustofan verður haldin á netinu í gegnum forritið Zoom, en tengill á vinnustofuna verður birtur á fésbókarsíðu (www.facebook.com/katlageopark) og heimasíðu jarðvangsins (www.katlageopark.is) á sama degi og vinnustofan fer fram. Aðeins þarf að klikka á tengilinn og niðurhala forritinu (er sjálfkrafa) og þá farið þið inn á vinnustofuna. Þá er einnig hægt að fá tengil sendan í tölvupósti, ef þið hafið samband á johannes@katlageopark.is.

Engar skuldbindingar eru gerðar til þátttakenda varðandi þátttöku í verkefninu, enginn kostnaður leggst á þátttakendur varðandi framkvæmd á verkefnunum og þá er hægt að draga sig úr verkefninu hvenær sem er. Það eina sem þátttakendur þurfa að gera er að fylla út mjög stuttan spurningalista eftir hverja vinnustofu. 

Verkefnishugmyndirnar 8 eru:

  1. Styðja við bændur og aðra framleiðendur/þjónustuaðila innan jarðvangsins.
  2. Kynna og styðja við þjónustu og vörur framleiddar innan jarðvangsins.
  3. Kynna og innleiða samstarfsverkefni milli fyrirtækja innan jarðvangsins, með aðkomu sveitarfélaganna og einkaaðila.
  4. Rannsaka og varðveita gamlar ferðaleiðir innan jarðvangsins og þær hefðir/hjátrú sem gæti tengst þeim – auka við þekkingu um svæðið og arfleið þess.
  5. Búa til ýmsar mismunandi þemaleiðir í gegnum jarðvanginn/svæði innan jarðvangsins.
  6. Auka þekkingu og viðbúnað einstaklinga varðandi náttúruvá innan jarðvangsins.
  7. Þróa hugmynd um neyðarútbúnað/neyðarpakka fyrir íbúa, með það í huga að auka getu íbúa til að bregðast við og bjarga sér í náttúruhamförum.
  8. Kortleggja (staðsetja með gps) minjar sem tengjast t.d. menningu, sögu og jarðfræði innan jarðvangsins.

 

Takk fyrir og við vonumst til að sjá ykkur á vinnustofunni þann 7. október næstkomandi.

 

Bestu kveðjur, Katla jarðvangur

Twitter Facebook
Til baka