08. júlí 2020

Ljósmyndasamkeppni RURITAGE

Taktu þátt í ljósmyndakeppninni RURITAGE

3. júlí 2020

Viltu sýna heiminum hvað það er sem gerir svæðið innan Kötlu jarðvangs sérstakt? Ef svo er, þá er upplagt að taka þátt í RURITAGE ljósmyndasamkeppninni! Samkeppnin er einstakt tækifæri fyrir íbúa svæðisins til að draga fram þá möguleika sem eru til staðar varðandi náttúru- og menningararfleið svæðisins.

Ljósmyndasamkeppnin er skipulögð í gegnum RURITAGE verkefnið – sem er evrópskt rannsóknarverkefni sem gengur út á það að nýta dreifbýl svæði sem rannsóknarstöðvar fyrir sjálfbæra þróun, þar sem byggt er náttúru- og menningararfleið sem þegar er til staðar á hverju svæði. Nítján strjálbýl svæði, þar á meðal Katla jarðvangur, hafa tekið þátt í RURITAGE verkefninu frá upphafi, en sautján svæði hafa síðan bæst í hópinn. Svæðunum er skipt niður í reynslureyndari svæði og reynsluminni svæði, og miðla reynslureyndari svæðin þekkingu sinni til þeirra reynsluminni. Öllum þessum strjálbýlu svæðum er nú boðið að taka þátt í RURITAGE ljósmyndasamkeppninni.

Ljósmyndasamkeppnin stendur yfir frá 1. júlí til 31. október 2020 og geta bæði einstaklingar og samtök tekið þátt. Til að taka þátt þarf að senda inn ljósmynd(ir) sem teknar hafa verið innan Kötlu jarðvangs. Ljósmyndirnar ættu að endurspegla sérstöðu náttúrunnar og/eða menningarinnar innan jarðvangsins. Þá eru þátttakendur einnig hvattir til þess að senda inn ljósmyndir af nýsköpunarverkefnum innan svæðisins, en RURITAGE verkefnið er með aðaláherslur á pílagrímaferðir, seiglu (áfallaþol), sjálfbæra matvælaframleiðslu, landlagsheildir, búferlaflutninga, og listir og hátíðir.

Sigurvegaranum í RURITAGE ljósmyndasamkeppninnar verður boðið á lokaráðstefnu RURITAGE sem fram fer í París árið 2022. Að auki verða nokkrar af bestu ljósmyndunum sýndar í höfuðstöðvum UNESCO auk þess að vera birtar á heimasíðum verkefnisins og samstarfsaðilum þess, en þeir eru m.a. UNESCO, ICLEI Europe, Háskólinn í Bologna, Katla jarðvangur, Rangarþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

 

Nánari upplýsingar um ljósmyndasamkeppnina má finna hér, eða sendið okkur tölvupóst á info@katlageopark.is. Reglurnar sem gilda í samkeppninni má einnig sjá hér. Til að taka þátt í samkeppninni þá þarf að skila inn ljósmyndum á formi sem má finna hér.

Taktu þátt í RURITAGE ljósmyndasamkeppninni og sýndu heiminum hvað gerir dreifbýlið innan Kötlu jarðvangs einstakt!

 

Til að fræðast frekar um RURITAGE verkefnið er hægt að fara inn á heimasíðu þess, www.ruritage.eu. RURITAGE verkefnið fékk styrk úr Horizon 2020 rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins samkvæmt styrksamningi nr. 776465.

Fyrir frekari upplýsingar varðandi þátttöku Kötlu jarðvangs í RURITAGE, er hægt að fara inn á http://www.katlageopark.is/um-jardvanginn/ruritage/ , eða hafa samband í gegnum tölvupóstinn info@katlageopark.is

Twitter Facebook
Til baka