Gos í Eyjafjallajökli - 10 ár
Gosið í Eyjafjallajökli hófst á aðfaranótt 14. apríl 2010 eins og frægt er orðið og held að það sé óhætt að segja að þetta sé eitt af umtöluðustum eldgosum síðari tíma. Gosið stóð frá 14. apríl til 22. maí og hefur verið skipt upp í fjóra fasa eftir því hver virknin í gosinu var á hverjum tíma. Við munum fjalla um hvern fasa hér þegar hann fór af stað og hófst fyrsti fasinn þann 14. apríl og stóð yfir til 18. apríl.
Áður en gosið byrjaði var töluvert um jarðskjálfta og um kl. 01:15 var kvika komin upp á yfirborðið undir jöklinum og myndaðist þar um 1,8 km löng gossprunga, en þó var ekki samfelld virkni á henni. Þykktin á jöklinum fyrir ofan sprunguna var um 150-200 metrar en ísbráðnunin var nokkuð hæg til að byrja með. Um kl. 05:55 sömu nótt braust gosið í gegnum ísinn og sást þá gosmökkur rísa frá jöklinum. Fyrsti fasinn var sprengigos í jökli, en á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um slík gos: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65431.
Við þessi gos myndast mikið af ösku og rís hún upp með gosmökkinum og fellur mest af henni nálægt gosstöðinni en getur dreifst víða með vindum. Krafturinn í gosinu jókst með deginum og náði gosmökkurinn upp í um 10 km hæð seinna um daginn og olli miklu öskufalli, sérstaklega sunnan megin við Eyjafjallajökul. Seinna um daginn kom norðan vindur og barst askan því í átt að Evrópu og var tilkynnt um öskufall víða í norðan- og vestanverði Evrópu á milli 15. og 21. apríl. Ný gossprunga uppgötvaðist 15. apríl, aðeins vestan við sprunguna sem opnaðist fyrst. Nýja sprungan opnaði nýtt op í jökullinn en virknin í gosinu byrjaði síðan að dvína þann 18. apríl og markar það lok fyrsta fasans í gosinu.
Askan sem kom upp í fyrsta fasanum var ísúr að gerð og kallast benmoreite eða trachyandesite. Askan var mjög fín sem auðveldaði flutning hennar með vindi en þó féll meiri en helmingur af allri ösku sem myndaðist í gosinu á Íslandi sjálfu.
Nokkuð stór jökulhlaup fylgdu gosinu frá 14-16 apríl. Fyrsta hlaupið kom að morgni 14 apríl og það síðasta aðfaranótt 16 apríl en eftir það urðu engin stórflóð. Hlaupin fóru í gegnum Gígjökul og út í Markarfljót, en það tókst að bjarga brúnni yfir ánna með því að rjúfa veginn.
Þá kom einnig hlaup niður sunnan megin við Eyjafjallajökul þann 14 apríl. Þetta hlaup var sem betur fer ekki mjög stórt, en þó nógu stórt til að valda töluverðum skemmdum á ræktarlandi og innviðum í kringum Þorvaldseyri og öðrum býlum í nágrenni. Hlaupið myndaði um 3 km langt skarð í jökulinn og kom það niður í Núpakotsdal og í Svaðbælisá rétt fyrir ofan Þorvaldseyri. Hlaupið reif niður með sér varnargarða sem voru til staðar meðfram ánni og þá var brúin á Þjóðvegi 1 einnig í hættu.
Mynd sem sýnir Suðurhlið Eyjafjallajökuls með bæinn Þorvaldseyri fyrir framan. Sjá má dökka línu liggja niður frá gosstöðvunum og í átt að undirlendinu, en það er ísgilið sem myndaðist við hlaupið sem kom niður sunnan meginn. Ljósmynd: Ólafur Eggertsson / Photograph showing the southern side of Eyjafjallajökull and the farm Þorvaldseyri in front of it. A thin, dark line can be seen on the glacier, which is the gully formed by the outwash flood. Photograph: Ólafur Eggertsson.
Hlaupið kemur niður Núpakotsdal og út í Svaðbælisá. Ekki sést í jökulinn vegna skýjahulu. Ljósmynd: Ólafur Eggertsson / the flood comes down into the valley of Núpakotsdal and into the river Svaðbælisá. The glacier can not be seen due to clouds. Photograph: Ólafur Eggertsson.
Reynt var að hlaða upp tímabundnum varnargörðum til að verja ræktuð svæði frá hlaupinu. Ljósmynd: Ólafur Eggertsson / Small temporary flood defenses were made to prevent the water reaching the fields. Photograph: Ólafur Eggertsson.
___________________________________________
The eruption of Eyjafjallajökull began on the 14th of April in 2010 and is one of the more famous volcanic eruptions to have taken place in the recent years. The eruption lasted from 14th of April to the 22nd of May and has been divided into four different phases, depending on the type of activity the eruption had. We will cover each phase on the date it started and the first phase started on the 14th and lasted until the 18th of April.
Before the actual eruption began, the volcano was hit by a series of earthquakes culminating in lava reaching the surface beneath the glacier at 01:15 in the night of 14th of April. A 1.8 km long fissure formed within the caldera of the volcano where the ice was about 150-200 m thick. The ice melt was rather slow to begin with, but at 05:55 the same night the eruption broke through the ice and a plume could be seen rising from the volcano. The first phase was a phreatomagmatic phase with heavy tephra production and a high plume, reaching up to about 10 km in height, with ash being distributed around the eruption site. Later the same day the wind started blowing from the north, carrying ash towards Europe and ash fell in northern and western Europe between the 15th and 21st of April. On the 15th of April a new fissure opened up within the caldera, slightly west of the previous one, and the main activity remained from that fissure during the eruption. The new fissure formed a new cauldron in the glacier but on the 18th the power of the eruption started to dwindle and that marks the end of the first phase.
The ash produced during the first phase was benmoreite, also known as trachyandesite and was very small grained ash. The ash could therefore easily be transported by wind, but more than half of the tephra produced settled in Iceland.
Few large glacial outburst floods accompanied the eruption between the 14th and 16th of April. The first outburst flood came in the morning of the 14th while the last one on the night of the 16th and during the remainder of the eruption no large-scale flooding occurred. The outburst floods came through the outlet glacier of Gígjökull, on the northern side of the volcano, and into the glacial river of Markarfljót. With quick reaction the bridge on road nr.1 one was saved by making large openings in the road itself.
One glacial outburst flood went down the southern side of the volcano on the 14th of April, and luckily it was not as large as the one that went down the north side. This outburst flood caused significant damage to agricultural lands below the volcano, along with destroying a defensive flood wall, damaging roads and for a time threaten to destroy the bridge on road nr. 1 there as well. As the outburst flood went through the glacier, it formed a gully in the ice that was about 3 km long and can be seen on one of the photographs.
Heimildir/references:
Gudmundsson, MT, Thordarson, T, Hoskuldsson, A, Larsen, G, Bjornsson, H, Prata, F, Oddsson, B,
Magnusson, E, Hognadottir, T, Pedersen, GN, Hayward, C, Stevenson, J & Jonsdottir, I 2012, 'Ash
generation and distribution from the April-May 2010 eruption of Eyjafjallajökull, Iceland' Scientific Reports,
vol. 2, 572, pp. 1-12. DOI: 10.1038/srep00572
Sigrún Karlsdóttir, Ágúst Gunnar Gylfason, Ármann Höskuldsson, Bryndís Brandsdóttir, Evgenia Ilyinskaya, Magnús Tumi Gudmundsson, Þórdís Högnadóttir. Editor: Barði Þorkelsson, 2012. The 2010 Eyjafjallajökull eruption, Iceland, Report to ICAO, 209pp.
Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri, munnleg heimild.