Hvalrekinn 9 mars/ Beached whale on March 9th
(English below)
Hvalreki sást á Reynisfjöru þann 9. mars síðastliðinn og vildum við birta samantekt af því sem fram hefur komið hingað til ásamt því að koma á framfæri frábærum myndum frá Kat Deptula Photography.
Hvalurinn sem rak á fjöruna reyndist hnúfubakur og mældist hann um 14 metra langur. Hræið var nokkuð heillegt og talið er að dánarorsök hvalsins sé af náttúrulegum ástæðum og hann hafi þegar verið dauður þegar hann rak á land. Hvalurinn var staðsettur ofarlega í flæðamálinu, en eftir að hann barst ekki út með næsta flóði var tekin sú ákvöðrun að urða hræið. Stungin voru nokkur göt á það til að koma í veg fyrir gassöfnun innan í hræinu, og þar með draga úr hættunni á því að gassprenging geti átt sér stað.
Hvalrekar vekja ósjaldan athygli og er þetta ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað í Reynisfjöru, en undanfarin ár hafa nokkrir hvalrekar fundið sér stað þar. Hlekkir á þær fréttir má finna hér fyrir neðan ásamt umfjöllun um hvalrekann nú. Þá viljum við líka benda áhugasömum á síðu Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem fjallað er um hinar ýmsu hvalategundir.
Fleiri myndir af hvalnum og urðuninni:
Eldri fréttir af hvalreka í Reynisfjöru (older Icelandic articles of beached whales in Reynisfjara):
https://www.visir.is/g/2008531944139
http://eyjar.net/read/2008-12-01/engar-rispur-a-ugganum-sem-skemmdist/
https://timarit.is/page/2992943?iabr=on#page/n33/mode/2up
https://www.mbl.is/myndasafn/mynd/214586/
On the 9th of March a beached whale was discovered on Reynisfjara and we wanted to share with you some information about it and some very good photos of it as well, courtesy of Kat Deptula Photography.
The whale that was beached is a humpback whale and measured around 14 meters from nose to tail. The carcass was in good shape and the whale was believed to have already been dead when reaching the shore and concluded to have died of natural causes.
The whale was on the upper part of the beach face and it was decided to bury it on the beach as the next high tides did not carry it back out to sea. Before the carcass was buried, a few holes were poked into it to prevent buildup of gases to secure the safety of the site and was also buried a considerable distance away from the most popular parts of the beach.
This is not the first time a whale gets beached on Reynisfjara, as this has happened several times over the last few years.
For more photos of the beached whale, please follow this link.
Heimildir/sources:
https://www.ruv.is/frett/breytt-hegdun-hja-hnufubokum
https://www.ruv.is/frett/staerdar-hnufubak-rak-a-land-i-reynisfjoru