Fimmvörðuháls | Eyjafjallajökull - 10 years!
.: English below :.
Gos á Fimmvörðuhálsi - 20. mars, 2010
Í dag eru 10 ár liðin frá því að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi og vildum við því í tilefni þess fjalla aðeins um gosið. Eins og þjóðin veit var þetta byrjunin á gosinu í Eyjafjallajökli og hófst það á milli 22:30 og 23:30 að kvöldi 20. mars 2010. Lítil skjálftavirkni var við upphaf gossins og sendi SIL jarðskjálftaviðvörunarkerfið þar af leiðandi ekki út boð vegna þeirra, og voru það íbúar í kringum Eyjafjallajökul sem fyrstir tóku eftir því að gos væri hafið á Fimmvörðuhálsi.
Mynd 1: Magni byrjaður að hlaðast upp á fyrsta degi gossins . Ljósmynd: Þorsteinn Jónsson
Aðdragandinn að gosinu var langur en nokkur innskot höfðu átt sér stað undir jöklinum frá árinu 1992 og töluverð jarðskjálftavirkni hafði verið á svæðinu í þrjár vikur áður en gosið hófst. Þann 19. mars byrjuðu skjálftarnir að vera grynnri þegar kvikan leitaði upp á við og fann sér að lokum leið upp á yfirborðið. Í upphafi gossin var gos á um 0.5 km langri gossprungu en önnur 300 metra löng sprunga opnaðist 31. mars og voru báðar sprungurnar á norðurhlið Fimmvörðuhálsins. Engin sprengivirkni fylgdi gosinu, enda um hraungos að ræða, en þó urðu margar gufusprengingar þegar hraunið rann yfir austasta hluta jökulsins og vegna snjóbráðar, enda var töluvert af snjó á hálsinum fyrir gosið.
Mynd 2: Hraunstraumar úr Magna. Ljósmynd: Þorsteinn Jónsson
Hraunið frá sprungunum rann í norðurátt og náði á endanum að Hvannárgili og Hrunagili. Þar steyptist hraunið fram af brúnunum og mynduðust mikilfenglegir hraunfossar þar. Sprungurnar fóru fljótlega að byggja upp gíga og mynduðust að lokum tveir gígar, einn úr hvorri sprungu, og voru þeir nefndir Magni og Móði. Magni er stærri gígurinn sem myndaðist úr fyrri sprungunni á meðan Móði er töluvert minni og myndaðist hann úr seinni sprungunni. Gosi lauk í magna þann 7. apríl en Móði hélt ótrauður áfram þar til 12. apríl og markar það goslokin á Fimmvörðuhálsi.
Mynd 3: Móði sést hér fyrir miðri mynd og Magni fyrir aftan hann. Hraunjaðarinn hefur ekki enn náð að
brúninni, en hraun rann niður í gilin beggja megin við það sem sjá má á myndinni. Ljósmynd: Þorsteinn Jónsson
Mynd 4: Einn af hraunfossunum sem mynduðust í gosinu. Ljósmynd: Þórir Kjartansson
Um 20 milljón m3 af hrauni rann úr sprungunum á Fimmvörðuhálsi og mynduðu samanlagt um 1.3 km3 hraun sem nefnist Goðahraun. Meðalþykktin á hrauninu er um 10-12 metrar og rann það yfir gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls, en sú gönguleið nær nú yfir hraunið og fer m.a. fram hjá Magna. Gosinu fylgdi ekki mikil gjóska, en vatnsmagn í ám hækkaði nokkuð af og til á meðan gosinu stóð en leiddi ekki til stórfelldra flóða.
Stuttu eftir lok gossins á Fimmvörðuhálsi, eða þann 14. apríl, hófst gos undir Eyjafjallajökli sjálfum og munum við fjalla betur um það gos, ásamt gosinu á Fimmvörðuhálsi, á næstu vikum.
Eruption on Fimmvörðuháls - March 20th, 2010
Today is the 10-year anniversary of the eruption on the Fimmvörðuháls ridge and we therefore decided to share a little bit of information about the eruption. This eruption marked the onset of the Eyjafjallajökull eruption that started between 22:30 and 23:30 - on the eve of March 20th. No significant seismic activity was detected at the beginning of the eruption and therefore the seismic monitor network did not give out an alarm, but local residents around the eruption site were first to noticed that an eruption had started in the late evening.
Picture 1: The crater Magni starting to form on the first day of the eruption. Photograph: Þorsteinn Jónsson
The lead up to the eruption had been quite long, as numerous intrusions underneath Eyjafjallajökull had been occurring since 1992 along with high seismic activity in the area three weeks prior to the eruption. On the 19th of March the earthquakes became shallower, indicating movement of magma towards the surface where it eventually broke through. In the beginning of the eruption a 500 m long fissure opened, and another 300 m fissure on the 31st of March, both on the northern side of the ridge. The eruption was an effusive eruption, where lava flows out with no explosive activity, but there were numerous steam explosions during the eruption when the lava flowed over the eastern part of the glacier, and due to snowmelt as there was a thick snow cover on the ridge at the onset of the eruption.
Picture 2: Lava flowing from Magni crater. Photograph: Þorsteinn Jónsson
The lava from the fissures flowed to the north reaching two gullies, flowing over the edge of the rock face, creating spectacular lava-waterfalls. The activity on the fissures soon started to become more concentrated and two craters started to form from each fissure. The two craters were named Magni and Móði, the names coming from Norse mythology. Magni is the larger of the two and formed from the first fissure, while Móði is much smaller and formed from the second fissure. Magni was active until 7th of April, whereas Móði kept erupting until the 12th of April when activity stopped, signaling the end of the eruption at Fimmvörðuháls ridge.
Picture 3: The crater Móði is in the middle of the photo, with Magni behind it. The lava flowed down into gullies to the left and right of what can be seen on the photograph. Photograph: Þorsteinn Jónsson
Picture 4: One of the lava-waterfalls that formed during the eruption. Photograph: Þórir KjartanssonÞórir Kjartansson
About 20 million m3 of lava erupted during the event and a 1.3 km3 lava field was formed, called Goðahraun. The average thickness of the lava field is about 10-12 meters and covers in part the hiking trail that leads you over Fimmvörðuháls. A new trail has now been made that goes over the lava field near the crater of Magni. Very little tephra (ash) was formed during the eruption, but water levels in the rivers north of the eruption sites increased during the eruption, but no large-scale flooding occurred. Shortly after the end of the eruption, on the 14th of April, a new eruption started. That eruption took place directly underneath the glacier of Eyjafjallajökull.
In the coming days and weeks, we will give more information about the two phases of the easily pronounced Eyjafjallajökull eruption in 2010.