Nýsköpun í Hvolsskóla | Innovation in Hvolsskóli elementary school.
Opið hús var í dag í félagsheimilinu Hvol, þar sem nemendur af elsta stigi Hvolsskóla sýndu nýsköpunarverkefni sem þau hafa unnið að undanfarnar vikur. Fjölmargar skemmtilegar og nytsamar nýjungar voru þar til sýnis og má þar meðal annars nefna útivistarklæðnað sem heldur hita og kælir, seglar fyrir lítil heimilistæki (t.d. fjarstýringar) svo þau týnist síður, tan-bað fyrir okkur sem erum of föl, gler fyrir gleraugu sem verður ekki móðugt, linsur með lit í sér (bæði með og án styrks) svo hægt sé að sleppa sólgleraugunum, ýmsar nýjungar tengdar mat og svo mætti lengi telja. Mjög góð mæting var á opna húsið og afar góð stemming.
An open house was today in the community home of Hvoll in the town of Hvolsvöllur, where students from the oldest level of the primary school Hvolsskóli exhibited innovative projects that they have been working on in recent weeks. A number of fun and useful innovations were on display, such as outdoor clothing that can keep you both warm or cold, magnets and a magnet board for small home appliances (such as remote controls) so that they don’t get lost, tan baths for those of us who are too pale, glass for glasses that will not get foggy, colored contact lenses (both with and without prescription strength) so you don’t need sunglasses, various food related innovations and many other ideas. The attendance at the open house was excellent and a very good atmosphere as well.