09. maí 2019

Katla Geopark auglýsir eftir starfsfólki!

Katla UNESCO jarðvangur auglýsir eftir kraftmiklum starfsmanni, þjónustu- og fræðslufulltrúa, í nýtt og spennandi verkefni, fræðslumiðstöð Kötlu jarðvangs við Þorvaldseyri!

  • Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýr einkum að upplýsingagjöf og fræðslu, afgreiðslu og almennri umhirðu, ásamt ræstingum og öðrum tilfallandi verkefnum.
  • Umsækjandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni og þjónustulund, og vera stundvís og sveigjanlegur. Jafnframt að hafa gott vald á íslensku og ensku.
  • Umsækjandi þarf að geta tileinkað sér þekkingu á jarðvanginum og nærsvæðinu.
  • Kostur ef viðkomandi getur hafið störf fljótlega.

Í starfinu leynast ýmis tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri starfsemi Kötlu UNESCO jarðvangs þ.á.m. að móta starfsemi fræðslumiðstöðvarinnar til komandi ára! Laun verða samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar um menntun og fyrri störf berist eigi síðar en 15. maí.

Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á póstfangið berglind@katlageopark.is 

 

 

Twitter Facebook
Til baka