02. júlí 2018

Volcano Huts gengur til liðs við Kötlu Jarðvang!

Hér um liðinn dag hittum við Bjarna Frey, framkvæmda-
stjóra Volcano Huts, til undirritunar samnings þess efnis að gerast Jarðvangsfyrirtæki. Við erum einstaklega stolt af jarðvangsfyrirtækjum í Kötlu Jarðvangi. Markmið okkar er m.a. að auka jarðferðamennsku (geo-tourism) innan jarðvangsins ásamt því að gefa fyrirtækjunum tækifæri að vera með í glæsilegri stefnu og gildum alþjóðlegra UNESCO Jarðvanga.

Við erum gríðarlega ánægð að fá með okkur í lið þetta glæsilega og frábæra fyrirtæki! 


Með samning þessum gera fyrirtæki sig skuldbundin til að halda uppi gildum UNESCO, en þau innihalda meðal annars að sinna ábyrgri ferðamennsku, hafa sjálfbærni að leiðarljósi, halda á lofti jarðfræði, náttúru, menningu og sögu svæðisins og hvetja til nýtingu vöru og þjónustu frá nærsvæði síns starfsvettvangs. 

Við horfum fram á bjarta tíma og við hlökkum mikið til samstarfsins á komandi misserum!

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Kötlu Jarðvangs

 

 

Twitter Facebook
Til baka