02. júlí 2018

Nýtt skilti sett niður við Gígjökul í samstarfi við Landsbjörgu

 

Nýlega var nýju skilti komið niður við bílastæðin á jaðri Gígjökuls. 

Skiltið var gert í samstarfi við Landsbjörgu og sett niður af Kötlu Jarðvangi. Ekki er hættulaust að ganga um eins lifandi landslag og umhverfi jökla bera vitni um. Skiltið er, eins og sést á myndum, ætlað að fræða ferðamannin um þær mögulegu hættur sem leynast í umhverfi jökla, og er það sett upp á þann hátt að ekki krefst sérstakrar tungumálakunnáttu til að skilja meininguna bak skiltisins, en enskur texti ásamt útskýrandi varúðarmyndum skreyta skiltið. 

Alltaf eru þó hættur á slysum þegar fólk og náttúra sitja að sama borði. Óútreiknanleiki lifandi lands og forvitni ferðamannsins eiga sér oft illa samleið eins og oft hefur borið vitni.

Við þökkum Landsbjörgu aftur kærlega fyrir samstarfið og vonum sannarlega að skiltið skili ætluðum tilgangi og fækki og vonandi útrými þeim slysum sem geta átt sér stað á svæðum sem þessum.

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Kötlu UNESCO Global Geopark

English version

Twitter Facebook
Til baka