08. maí 2018

Dyrhólaey – Takmörkun á umferð / Limited access

Dyrhólaey – Takmörkun á umferð 

Umhverfisstofnun hefur tekið þá ákvörðun að takamarka umferð um Dyrhólaey 8. maí til 25. júní milli  kl. 9:00 og 19:00. Þá verður umferð almennings einvörðungu heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum og akvegum. Á næturnar er friðlandið lokað frá kl. 19:00 til 9:00. Frá 25. júní kl. 9:00 verður friðlandið opið allan sólarhringinn. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar skýrslu fuglafræðings á árlegri athugun á stöðu fuglalífi í Dyrhólaey og með tilliti til verndunar fuglalífs á varptíma.

Skýrslan verður aðgengileg hér http://ust.is/einstaklingar/nattura/fridlyst-svaedi/sudurland/dyrholaey/

The Environment Agency has decided  to limit the access in the Dyrhólaey nature reserve from the 8th of May till 25th of June between 9 am and 7 pm. During the restriction hours it is not allowed to be out of the paths and the roads. The nature reserve is closed during the night from 7 pm to 9 am. From the 25th of June from 9 am the area will be open 24 hour. This limited access is due to the bird protection during the nesting season.

 

 

Twitter Facebook
Til baka