07. apríl 2018

Asgard Beyond gerist jarðvangsfyrirtæki!

Asgard Beyond er nýjasti meðlimur jarðvangsfyrirtækja í Kötlu Jarðvangi. 

Asgard Beyond er náttúrumiðað ferðaþjónustufyrirtæki staðsett í Reykjavík. Fyrirtækið starfar að mestu leiti á suðurlandi og innan Kötlu Jarðvangs. Fyrirtækið var stofnað af sterkum vinahóp sem unnið hafði saman í ferðamennsku svo árum skipti. Sameiginlega hefur starfsmannahópurinn 60 ára reynslu í felti og skipulagningu ferða hvort sem um ræðir leiðsögn, kennslu, klifur, skíðaiðkun, björgunarstörf eða kajakferðir. 

Öflugt fyrirtæki með sterkt bakland og einstaklega vel menntað starfslið. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í fjölskylduna og hlökkum til frekari samstarfs okkar á milli! 

Twitter Facebook
Til baka