01. júlí 2014

Gönguleiðakortin eru tilbúin

Katla jarðvangur hefur í vetur unnið að gerð gönguleiðakorta fyrir svæðið. Kortin eru þrjú, af gönguleiðum í Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Kortin eru gefin út á íslensku og ensku. Hægt er að kaupa kortin í Upplýsingamiðstöðvunum á Hvolsvelli, Vík og Kirkjubæjarklaustri.

Ferðaþjónustuaðilum býðst einnig að vera með kortin til sölu hjá sér og er hægt að panta þau í gegnum tölvupóst á: info@katlageopark.is og steingerdur@katlageopark.is

Twitter Facebook
Til baka