09. maí 2014

Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í lok apríl var úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til ýmissa ferðamálaverkefna um allt land. Styrkjum var úthlutað til 50 verkefna, samtals 244 milljónum, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.

                                                               

Árangur umsækjanda fyrir verkefni á starfssvæði Kötlu jarðvangs var góður og koma alls tæpar 46 milljónir til skipulags og uppbyggingar áningarstaða á svæðinu.

 

Katla jarðvangur: uppbygging áningarstaða

Kr. 4.580.000 styrkur til hönnunar og framkvæmda við Fagrafoss, Hólmsárfoss, Þykkvabæjarklaustur, Loftsalahelli og Dyrhólaós, Höfðabrekkuheiði, Steinahelli og Nauthúsagil. Markmið styrkveitingar er að bæta aðgengi og aðstöðu við 8-9 nýja staði í Kötlu jarðvangi með því markmiði að fjölga áningarstöðum ferðamanna og dreifa álagi.

 

Rangárþing eystra – Hönnun og framkvæmdir við tröppur og stíg norðan megin við Seljalandsfoss

Kr. 8.500.000 styrkur til hönnunar og smíði á járntröppum og palli norðan megin við Seljalandsfoss ásamt enduruppbyggingu og viðgerð á stígnum milli Seljalandsfoss og Hamragarða/Gljúfrabúa. Markmið styrkveitingar er að styrkja svæðið, auka fjölbreytni þess og verja áfangastaði sem vinsælir eru undan frekari ágang ferðamanna.

 

Rangárþing eystra – Útsýnispallur og öryggishandrið við miðju Skógafoss

Kr. 2.200.000 styrkur til hönnunar og framkvæmdar á útsýnispalli á útsýnissvæði fyrir miðri brekku við Skógafoss. Markmið styrkveitingar er að sporna við átroðningi, vernda gróður og auka öryggi þeirra ferðamanna sem koma til að skoða fossinn.

 

Reynisfjara ehf. – Veitinga- og þjónustuhús í Reynisfjöru.

Kr. 4.000.000 styrkur til uppbyggingar salernisaðstöðu sem opin verður ferðamönnum allan sólarhringinn. Markmið styrkveitingar er að styðja við uppbyggingu á svæðinu auka öryggi ferðamanna, bæta ásýnd og stuðla að bættu umgengni ferðamanna.

 

Skaftárhreppur – Áningarstaður í Eldhrauni

Kr. 10.000.000 styrkur til gerð áningarstaðara með öruggari innkeyrslu, salernisaðstöðu, göngupöllum, útsýnispöllum, áningarborðum og fræðsluskiltum. Markmið styrkveitingar er að bæta aðstöðu við viðkvæmt svæði og vernda það þannig fyrir ágangi ferðamanna.

 

Skógrækt ríkisins – Gönguleiðir og útsýnisstaður við Systrafoss

Kr. 700.000 styrkur til gerðar útsýnisstaðra við Systrafoss, bæta öryggi á gönguleið og endurnýja þrep. Markmið styrkveitingar er að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna.

 

Vatnajökulsþjóðgarður – Uppbygging við Langasjó

Kr. 13.250.000 styrkur til að byggja upp áningaraðstöðu fyrir ferðamenn. Markmið styrkveitingar er að bæta aðstöðu fyrir aukinn fjölda ferðamanna og bæta þannig öryggi þeirra ásamt því að stuðla að aukinni upplýsingagjöf.

 

Vinir Þórsmerkur – Viðhald gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu

Kr. 2.600.000 til viðhalds og endurbóta á stígum og tröppum. Markmið styrkveitingar er að bæta aðgengi , auka öryggi ferðamanna og vernda jafnframt viðkvæma náttúru með stýringu á umferð.

 

Twitter Facebook
Til baka