21. janúar 2014

Námskeið í menningarlæsi

Á þessu námskeiði verður rætt um ólíka menningarheima, fjallað um spurninguna hvað er menning og hvernig birtist hún okkur.  Megin áhersla námskeiðsins er á menningarlæsi, það er;  hvernig stöndum við okkur sem einstaklingar erlendis?  Hvað má gera og hvað má ekki gera eða segja?  Hverjar eru helstu gildrurnar sem einstaklingar og fyrirtæki falla í? Hvernig getum við öðlast meiri skilning á mótaðilanum, skilið hans menningu og aukiðlíkurnar á bættum árangri og skemmtilegri samskiptum?

Skráning fer fram hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða á netfangiðsteinunnosk@fraedslunet.is .

Tími: Þriðjudagur 21. janúar kl. 20.00 – 22.30
Staður: Selfoss og fjarfundarbúnaður á Hvolsvelli, Vík og Kirkjubæjarklaustri
Verð: 1.500 kr
Leiðbeinandi: Þorgeir Pálsson

Twitter Facebook
Til baka