30. ágúst 2013

VÖRUHÖNNUN OG FRAMSETNING – ÞRÓUN MINJAGRIPA.

Námskeið á vegum Kötlu jarðvangs

21. september og 5. október

Ingunn Jónsdóttir vöruhönnuður er leiðbeinandi á námskeiðinu.

21. september verður kennsla í fjarfundi frá kl. 10:00 til 15:30.

5. október er kennt á Hvolsvöll frá 10:00 til 15:30 og koma þá þáttakendur með hugmyndir sínar og hönnun, spá í útfærslur, fá ráðleggingar um framhaldið og fleira.

Fyrri daginn 21. september verður farið yfir hvað minjagripur er í eðli sínu og hvað hann á að tákna. Hvað einkennir góða minjagripi og hvað ekki. Rætt um sérkenni staða og hvað hægt er að nýta til að gera góðan minjagrip. Hvað getur flokkast sem minjagripur: matur, upplifun, hlutir eða „brot úr náttúrunni“.

Undirbúningur fyrir seinni dag: hver og einn hannar og þróar minjagrip sem hentar þeirra starfsemi. Getur verðið tilbúinn hlutur eða á vel útfærðu hugmyndastigi.

Seinni daginn 5. október verður farið yfir þá gripi sem þátttakendur hafa hannað. Skoðað, metið og rætt. Hvað er gott og hvað má gera betur. Allir fá tíma til að fara yfir sína hluti og fá gagnrýni frá hópnum.

Verð 6.000 kr. Takmarkaður þátttakendafjöldi.

Innritun í síma 560 2030, í tölvupóstinum steinunnosk@fraedslunet.is  eða á www.fraedslunet.is . Gefa þarf upp nafn, kenntölu, heimilisfang og símanúmer.

Nánari upplýsingar í netföngunum jonabjork@katlageopark.is, rannveig@katlageopark.is eða í síma 8570634 (Rannveig).

Twitter Facebook
Til baka