15. apríl 2013

DAGSKRÁ JARÐVANGSVIKA 22. – 28. APRÍL 2013

Mánudagur 22. apríl

Skaftárhreppur

Haldin verða tvö fræðsluerindi á Hótel Klaustri kl. 20:30. Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson mun fjalla um bók sína „Skáldsaga um Jón – Hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur og undirbjó komu hennar og nýrra tíma“ . Bókin var valin ein af 12 bestu skáldsögum Evrópu árið 2010. Svo mun sr. Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli flytja erindi þar sem hún fjallar um „náttúru og guðfræði“.

Sveitabragginn opinn frá kl. 12 til 18. Vörur til sölu í Sveitabragganum eiga uppruna sinn í Kötlu Jarðvangi, eru í hentugri stærð og umfangi fyrir fólk á ferðinni, hvort sem er handverk eða matarkyns.

Mýrdalshreppur

Boðið verður upp á stutt námskeið í spænskri menningu, mat og helstu frösum á Gistiheimilinu Norður-Vík kl. 13-17. Leiðbeinendur verða Oscar Perdigon og Jurdana Martin Retegi. Skráningar berist til Ragnhildar á ragnhildur@south.is eða 864-7011 fyrir föstudaginn 19. apríl. Þátttökugjald er 1000 kr.

Rangárþing eystra

Sólrún Björk er listamaður aprílmánaðar í Sunnlenska sveitamarkaðnum og mun hún vera með sýnikennslu kl. 14. Sólrún er með kennsluréttindi í landslags-, sjávar-, blóma- og dýralífsmyndum. Sveitamarkaðurinn er opinn alla daga frá kl. 12 – 18.

Sýningin „Sjálfbær þróun á heimsvísu“ (Seeds of Change) er opin öllum á Hótel Hvolsvelli. Markmiðið með sýningunni er annars vegar að benda fólki á hvað það getur lagt af mörkum til þess að skapa betri og umhverfisvænni heim og hins vegar að fræða fólk um þá gríðarlegu möguleika sem einstaklingar búa yfir til þess að gera heiminn betri. Sýningin verður opin frá 22. apríl til 5. maí.

Opinn landbúnaður að Ásólfsskála. Gestgjafarnir Katrín Birna Viðarsdóttir og Sigurður Grétar Ottósson taka vel á móti gestum. Nánari upplýsingar og skráning: 861-7489 /asolfsskali@simnet.is

 

Þriðjudagur 23. apríl

Skaftárhreppur

Boðið verður upp á stutt námskeið í spænskri menningu, mat og helstu frösum á Hótel Laka kl. 13-17. Leiðbeinendur verða Oscar Perdigon og Jurdana Martin Retegi. Skráningar berist til Ragnhildar á ragnhildur@south.is eða 864-7011 fyrir föstudaginn 19. apríl.
Þátttökugjald er 1000 kr.

Sveitabragginn opinn frá kl. 12 til 18.

Mýrdalshreppur

Fræðsluerindi verður haldið í Kötlusetri kl. 20:30. Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson mun fjalla um bók sína „Skáldsaga um Jón – Hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur og undirbjó komu hennar og nýrra tíma“ . Bókin var valin ein af 12 bestu skáldsögum Evrópu árið 2010. Fjallar hún um dvöl Jóns Steingrímssonar í Mýrdalnum.

Rangárþing eystra

Saumað verður í Njálurefilinn frá kl. 19-22 í Sögusetrinu, allir velkomnir. Hægt er að sauma á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hafið samband við Gunnhildi í s: 861-8687 eða Christínu í s: 892-6902

Opinn landbúnaður að Ásólfsskála. Gestgjafarnir Katrín Birna Viðarsdóttir og Sigurður Grétar Ottósson taka vel á móti gestum. Nánari upplýsingar og skráning: 861-7489 /asolfsskali@simnet.is

Sýningin „Sjálfbær þróun á heimsvísu“ (Seeds of Change) er opin öllum á Hótel Hvolsvelli.

Sýningin verður opin frá 22. apríl til 5. maí.

Miðvikudagur 24. apríl

Skaftárhreppur

Sveitabragginn opinn frá kl. 12-18

Mýrdalshreppur

Leirbrot og gler og Fossís verða með opið hús í gallerýinu á Bakkabraut 6 í Vík frá kl. 16 – 18.

Vöfflur með Fossís og heitt súkkulaði á boðstólnum.

Rangárþing eystra

Boðið verður upp á stutt námskeið í spænskri menningu, mat og helstu frösum á Hótel Fljótshlíð (Smáratúni) kl. 13-17. Leiðbeinendur verða Oscar Perdigon og Jurdana Martin Retegi. Skráningar berist til Ragnhildar á ragnhildur@south.is eða 864-7011 fyrir föstudaginn 19. apríl. Þátttökugjald er 1000 kr.

Björgunarsveitin Dagrenning ætlar að bregða sér í jöklagöngu á Sólheimajökli og býður áhugasömum að  koma með. Farið verður frá björgunarsveitarhúsinu kl. 17. Skráning fer fram hjá Þorsteini Jónssyni steinasteinn@simnet.is, takmarkaður fjöldi. Skráningar berist fyrir mánudaginn 22. apríl.

Opinn landbúnaður að Ásólfsskála. Gestgjafarnir Katrín Birna Viðarsdóttir og Sigurður Grétar Ottósson taka vel á móti gestum. Nánari upplýsingar og skráning: 861-7489 /asolfsskali@simnet.is

Sýningin „Sjálfbær þróun á heimsvísu“ (Seeds of Change) er opin öllum á Hótel Hvolsvelli.

Sýningin verður opin frá 22. apríl til 5. maí.

 

Fimmtudagur 25. apríl,
Dagur umhverfisins og Sumardagurinn fyrsti

Skaftárhreppur

Sveitabragginn opinn frá kl. 12-18

Mýrdalshreppur

Á Degi umhverfissins mun Jóhann Óli Hilmarsson rithöfundur, fuglaljósmyndari og formaður Fuglverndar, halda erindi í Kötlusetri í Vík um fuglalíf í Mýrdal. Jóhann Óli hefur undanfarið ár rannsakað fuglalíf við Dyrhólaós og kynnir hann niðurstöður sínar í erindinu, jafnframt sem útgáfa rannsóknarskýrslu á fuglalífi við Dyrhólaós verður kynnt.
Erindið hefst kl. 15:00, allir eru velkomnir.

Fyrsta ganga ársins hjá Ferðafélagi Mýrdælinga verður sumardaginn fyrsta. Gengin verður vitavarðarganga á Dyrhólaey og Dyrhólaeyjarviti skoðaður með vitaverði. Brottför frá Arion banka í Vík kl. 19:30. Lagt verður af stað í gönguna frá Dyrhólum kl. 19:45  Verð kr. 500.- fyrir félagsmenn og kr. 700.- fyrir aðra. Fararstjóri verður Grétar Einarsson s. 8637343

Næsta ganga verður 9. maí 2013. Vatnsá – Bólstaður.

Rangárþing eystra

Gengið verður á Eyjafjallajökul undir leiðsögn South Iceland Adventure. Lagt verður af stað frá Seljavöllum kl. 08.00. Þátttökugjald er 5000 kr og nauðsynlegur búnaður eru broddar og belti, ef þið getið ekki útvegað búnaðinn er hægt að fá hann leigðann hjá okkur. Hámarksfjöldi í ferð er 30 manns og ferðin er háð veðri. Nánari upplýsingar og skráningar hjá Ragnhildi á ragnhildur@south.is eða 864-7011 og Rannveigu á
rannveig@katlageopark.is eða 857-0634 fyrir þriðjudaginn 23. apríl

Saumað verður í Njálurefilinn frá kl. 14-17 í Sögusetrinu, allir velkomnir. Hægt er að sauma á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hafið samband við Gunnhildi í s: 861-8687 eða Christínu í s: 892-6902

Sýningin „Sjálfbær þróun á heimsvísu“ (Seeds of Change) er opin öllum á Hótel Hvolsvelli.

Sýningin verður opin frá 22. apríl til 5. maí.

 

Föstudagur 26. apríl

Skaftárhreppur

Sveitabragginn opinn frá kl. 12-18

Rangárþing eystra

Tónleikar með hljómsveitinni Moses Hightower í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum kl. 21. Miðaverð er 2000 kr.  Hægt verður að fá dýrindis veitingar, bæði í föstu og fljótandi formi hjá staðarhöldurum.

Sýningin „Sjálfbær þróun á heimsvísu“ (Seeds of Change) er opin öllum á Hótel Hvolsvelli.

Sýningin verður opin frá 22. apríl til 5. maí.

 

Laugardagur 27. apríl

Skaftárhreppur

Farin verður ferð um Landbrotið með leiðsögn Jóns Helgasonar frá Seglbúðum. Hann hefur tekið saman ýmsar upplýsingar um þetta merka svæði í gegnum árin. Lagt verður af stað frá Hótel Klaustri kl. 13 og áætluð heimkoma er kl. 18. Lágmarksþátttaka er 10 manns og skráningar þurfa að berast til Ragnhildar á ragnhildur@south.is eða 864-7011 fyrir þriðjudaginn 23. apríl.  Þátttökugjald er 3500 kr. (miðdegishressing innifalin) og sætafjöldi er takmarkaður.

Sveitabragginn opinn frá kl. 12-18

 

Mýrdalshreppur

Kötlu Jarðvangshlaupið 2013 verður haldið kl. 11:00 við Hjörleifshöfða og er vegalengdin 11 km með tímatöku. Hlaupinn verður hringur í kringum höfðann eða um 8 km í sandi á flatlendi, þegar hringnum lýkur er farið uppá höfðanum með 200m hækkun og endaði í rásmarki á flatlendi.

Forskráning á netinu (www.hlaup.is) er opin til kl. 13 miðvikudaginn 24. apríl. Einnig er hægt að skrá sig hjá USVS til kl 13 á föstudaginn 26. apríl. Þátttökugjald er 2500 fyrir 15 ára og eldri og 1500 fyrir yngri. Innifalið í þátttökugjaldinu er þátttaka í hlaupinu og súpa eftir hlaupið. Frítt verður í sund í sundlauginni í Vík fyrir alla þátttakendur. Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening.

Rangárþing eystra

Saumað verður í Njálurefilinn frá kl. 10 í Sögusetrinu, allir velkomnir. Hægt er að sauma á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hafið samband við Gunnhildi í s: 861-8687 eða Christínu í s: 892-6902

Sýningin „Sjálfbær þróun á heimsvísu“ (Seeds of Change) er opin öllum á Hótel Hvolsvelli.

Sýningin verður opin frá 22. apríl til 5. maí.

 

Sunnudagur 28. apríl

Skaftárhreppur

Í tilefni sumars er rétt að dusta rykið af hjólunum og bregða sér í hjólaferð í Skaftárhreppi en lagt verður af stað frá áningarstað við Eldvatn kl. 13. Hjólað verður upp Skaftártunguveg, þaðan yfir Hrífunesheiði og áð í Hrífunesi. Svo verður haldið áfram að Laufskálavörðu og þaðan þjóðveginn aftur að áningarstað við Eldvatn. Skráningar fara fram hjá Rannveigu á rannveig@katlageopark.is eða í síma 857-0634 og þátttökugjald er 1000 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir 16 ára og yngri (innifalin er hressing í Hrífunesi). Skráningar berist fyrir fimmtudaginn 25. apríl.

Sveitabragginn opinn frá kl. 12-18

Rangárþing eystra

Sýningin „Sjálfbær þróun á heimsvísu“ (Seeds of Change) er opin öllum á Hótel Hvolsvelli.

Sýningin verður opin frá 22. apríl til 5. maí.

Twitter Facebook
Til baka