01. júní 2018

Tilkynning frá Kötlu UNESCO Global Geopark

Af óviðráðanlegum ástæðum verður Brynja Davíðsdóttir forstöðumaður Kötlu- Geopark frá vinnu sem forstöðumaður næstu þrjá mánuði. Mun Berglind Sigmundsdóttir jarðfræðingur gegna störfum forstöðumanns Jarðvangsins í fjarveru Brynju. Ásgeir Magnússon formaður stjórnar Kötlu Geopark

06. apríl 2018

Skógaheiði lokuð í 7 vikur í viðbót.

Ljóst er að ekki er raunhæft að opna svæðið strax vegna viðkvæms ástands gróðurs og aurbleytu. Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja lokunina á Skógaheiði um 7 vikur að höfðu samráði við sveitafélagið Rangárþing Eystra, ábúenda, hagsmunaaðila og með staðfestingu ráðherra samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd. Svæðið verður opnað um leið og aðstæður leyfa eða eigi síðar en 2. júní næstkomandi.

21. febrúar 2018

Katla Jarðvangur fær staðfestingu á UNESCO vottun.

Á liðnu sumri gekkst Katla jarðvangur undir reglubundna úttekt á vegum UNESCO þar sem tekin var út virkni, sýnileiki og starfssemi jarðvangsins. Fjöldinn allur af einstaklingum, samstarfsfyrirtækjum og samstarfsstofnunum tóku þátt í þriggja daga móttöku úttektaraðila, og er það vottur um það frábæra samstarfsnet sem hefur þróast hjá Kötlu UNESCO jarðvangi.