Ný færanleg fræðslusýning Kötlu jarðvangs
Ný færanleg fræðslusýning Kötlu jarðvangs hefur nú verið sett upp í Kötlusetri í Vík í Mýrdal. Sýningin samanstendur af þremur svokölluðum „hop-up“ stöndum. Á þeim má finna fróðleik á bæði íslensku og ensku um ýmislegt innan jarðvangsins, svo sem jöklana, fuglalífið, söguna og hin ýmsu jarðvætti.