20. nóvember 2020

Kynning á gosvefsjánni

Veðurstofan kynnir gosvefsjánna fyrir grunnskólanemendur jarðvanganna á 31. alþjóðadegi hamfaraminnkunar.

18. nóvember 2020

Niðurstöður úr fyrstu tveimur vinnustofunum í Ruritage verkefninu

Jarðvangurinn hélt tvær vinnustofur í byrjun október síðastliðnum og gengu þær framar vonum. Á fyrri vinnustofunni var farið yfir Ruritage verkefnið sjálft og nokkrar verkefnishugmyndir kynntar, verkefnishugmyndir sem jarðvangurinn og samfélagið innan hans gæti unnið að á næstunni til að styðja við þróun á samfélaginu. Á þeirri seinni var síðan kosið um hvaða 2-4 verkefnishugmyndir við ættum að taka að okkur og urðu þrjár hugmyndir fyrir valinu.

13. október 2020

Vinnustofa nr. 2 í Ruritage verkefni Kötlu jarðvangs - hlekkurinn er kominn

Þá er komið að vinnustofu nr. 2 í Ruritage verkefninu. Síðastliðinn miðvikudag var vinnustofa 1 þar sem verkefnishugmyndirnar voru kynntar og fólki gefið kostur á að koma með sýnar hugmyndir. Hér meðfylgjandi er niðurstaðan úr þeirri vinnustofu. Vinnustofan verður núna á miðvikudaginn kl 18:00-19:00. og þar verður kosið um hvaða verkefni, við sem samfélag, munum taka að okkur. Vinnustofan verður sem áður á netinu í gegnum forritið Zoom, og mun hlekkur fyrir vinnustofuna vera birtur á miðvikudaginn.