07. apríl 2021

Víkurskóli hlýtur styrk úr Sprotasjóði

Einn af jarðvangsskólum Kötlu jarðvangs, Víkurskóli í Mýrdal, fékk úthlutað úr Sprottasjóði núna á dögunum, en í ár fengu 42 verkefni af 105 úthlutað úr sjóðnum. Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

19. mars 2021

Stafrænn rýnifundur 24. mars

Okkur langar að biðja alla áhugasama um að taka þátt í stuttum og stafrænum rýnifundi með okkur þar sem við viljum skoða með hvaða hætti við getum eflt jarðvanginn og samstarfið okkar og fyrirtækja innan jarðvangsins. Þá langar okkur einnig að fá álit frá ykkur varðandi námskeið fyrir fólk í ferðaþjónustu sem Katla jarðvangur mun hugsanlega standa fyrir.