09. maí 2022

Nemendur Víkurskóla mældu Víkurfjöru í blíðskaparveðri

Nemendur í Víkurskóla mældu Víkurfjöru á miðvikudaginn síðastliðinn í blíðskaparveðri. Þar mældu nemendur upp sjö snið í fjörunni, tóku ljósmyndir af fjörunni, og tóku sandsýni sem þau munu síðan þurrka og sigta seinna og þar með rannsaka kornastærðina við sniðin.