12. september 2013

Staðarleiðsögn á jarðvangi I

Sameiginlegt leiðsögunámskeið Kötlu jarðvangs, Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunetsins hefst laugardaginn 28. september með sameiginlegum fræðslufundi. Næstu sex miðvikudagskvöld verða fyrirlestrar á Selfossi sem sendir verða með fjarfundarbúnaði til Hvolsvallar,

15. ágúst 2013

230 ár liðin frá Eldmessu

Laugardaginn 20. júlí 2013 voru liðin 230 ár frá því að sr. Jón Steingrímsson prestur á Prestsbakka á Síðu messaði í kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri og söng þar hina frægu Eldmessu sem talin er hafa stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði byggðinni á Klaustri í Skaftáreldum. Til minningar um þennan atburð efndu Kirkjubæjarstofa og Katla jarðvangur til Eldmessugöngu. Gangan hófst við Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri. Þar fylgdi sr. Haraldur M Kristjánsson sóknarprestur í Víkurprestakalli göngunni úr hlaði með minningarorðum um Eldmessuna og Eldprestinn sr Jón Steingrímsson.

14. ágúst 2013

Námskeið um ræktun og nýtingu plantna í náttúru Kötlu jarðvangs

Fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 20:30 til 22:00 verður fyrirlestur í fjarfundabúnaði (sent frá Selfossi og sent út á Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli og Vík). Fyrirlestrinum mun Hildur skipta í tvennt – fyrri helmingurinn er helgaður alþjóðlega eldhúsgarðsdeginum sem haldinn er 4ða sunnudaginn í ágúst. Hún mun fjalla um íslenskar og erlendar aðstæður til ræktunar.

15. apríl 2013

DAGSKRÁ JARÐVANGSVIKA 22. – 28. APRÍL 2013

Kötlu Jarðvangshlaupið 2013 verður haldið kl. 11:00 við Hjörleifshöfða og er vegalengdin 11 km með tímatöku. Hlaupinn verður hringur í kringum höfðann eða um 8 km í sandi á flatlendi, þegar hringnum lýkur er farið uppá höfðanum með 200m hækkun og endaði í rásmarki á flatlendi.