06. maí 2014

Jarðvangsvikan 2014

Árleg jarðvangsvika var haldin í jarðvanginum Kötlu frá 21-27 apríl sl. Að venju var dagskráin vegleg eins og sjá má á www.katlageopark.is.

29. apríl 2014

Námskeið um fugla og fuglaskoðun

Katla jarðvangur stendur fyrir námskeiði ætlað öllu áhugafólki um fugla og fuglaskoðun. Markmið námskeiðsins er að kynna íslenskt fuglalíf, stöðu fugla í náttúru landsins, undirstöðuatriði fuglaskoðunar og fuglavernd á Íslandi. Farið verður yfir íslensku fuglafánuna, hvað einkennir hana og hvaða fugla helst sé að finna hér og hvernig best sé að greina þá. Farið verður yfir helstu fuglastaði á landinu, með sérstaka áherslu á jarðvanginn.

27. apríl 2014

Njáluslóðir

Sunnudaginn 27. apríl verður haldið á Njáluslóðir. Ferðin er á vegum Kötlu jarðvangs og er liður í jarðvangsvikunni sem stendur yfir dagana 21.-27. apríl. Einnig er ferðin hluti af námskeiðsröð jarðvangsins og Fræðslunetsins en er öllum opin jafn ungum sem öldnum.

08. mars 2014

Rafvæðing í Vestur-Skaftafellssýslu í upphafi 20. aldar

Laugardaginn 22 febrúar, kl. 13-18 verður haldið námskeið um rafvæðingu Vestur-Skaftafellssýslu og þátt hugvitsmanna í héraðinu á Hótel Geirlandi. Farið verður yfir helstu áhrifavalda og aðstæður við rafvæðingu í Vestur-Skaftafellssýslu á síðustu öld; samspil manns og náttúru.

01. febrúar 2014

Öskulagagreining

Fimmtudagskvöldið 20. febrúar mun Bergrún Arna Óladóttir jarðfræðingur og nýdoktor við Norrænu eldfjallastöðina, Jarðvísindastofnun, Háskóla Íslands, halda námskeið um gjósku í Kötlu jarðvangi.

28. janúar 2014

Staðarleiðsögunámskeið í jarðvangi II

Námskeið á vegum Kötlu jarðvangs og Háskólafélags Suðurlands Katla jarðvangur auglýsir Staðarleiðsögn í jarðvangi II. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunetið og styrkt af Evrópusambandinu. Námskeiðið er framhald af Staðarleiðsögn í jarðvangi I sem haldið var vorið 2011 og haustið 2013, og hefst laugardaginn 8. febrúar næstkomandi kl 11-15 á Hvolsvelli.

21. janúar 2014

Námskeið í menningarlæsi

Á þessu námskeiði verður rætt um ólíka menningarheima, fjallað um spurninguna hvað er menning og hvernig birtist hún okkur. Megin áhersla námskeiðsins er á menningarlæsi, það er; hvernig stöndum við okkur sem einstaklingar erlendis?

21. janúar 2014

Vaxtarsprotar í Kötlu jarðvangi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður upp á 38 stunda námskeið þar sem farið er í rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Þátttakendur vinna með eigin viðskiptahugmyndir eða breytingar í starfandi fyrirtækjum. Unnið er í samstarfi við atvinnuþróunarfélög og aðra aðila úr stoðkerfi atvinnulífsins á viðkomandi svæði. Námskeiðið er ætlað öllum óháð eðli viðskiptahugmynda, atvinnugreina eða reynslu þátttakenda á sviði atvinnurekstrar.