20. október 2015

Fréttir af leiðtogaheimsókn í Kötlu Geopark vegna áhrifa hnattrænnar hlýnunar birtust á heimasíðu UNESCO í morgun

French President François Hollande, together with Icelandic President Ólafur Ragnar Grímsson, visited the Sólheimajökull glacier in Katla Global Geopark (Iceland) on 16 October to see first-hand the effects of climate change, in preparation for the Paris Climate Conference (COP21) later this year. Since 1931, when the annual measurements began, the Sólheimajökull glacier has retreated by more than a kilometre.

01. október 2015

Skaftárhlaup Haldi sig fjarri vegna mengunar

Rennsli í Skaftá eykst hratt og er nú tæplega 800 rúmmetrar á sekúndu við Sveinstind. Rennslið hefur fimmfaldast frá því á miðnætti. Flóðið fer hratt af stað en búist er við að rennsli geti farið yfir 2000 rúmmetra á sekúndu þegar flóðið nær hámarki sem verður trúlega á laugardag.

31. október 2014

Vel heppnuð ráðstefna um fortíð, nútíð og framtíð Kötlu jarðvangs

Rúmleg fimmtíu manns sóttu ráðstefnu í Vík mánudaginn 27 október. Þar fóru starfsmenn Kötlu jarðvangs yfir stöðu og framtíðarmöguleika jarðvangsins og gerðu upp IPA verkefni Háskólafélagsins um uppbyggingu í jarðvanginum, sem núna er lokið. Auk þeirra komu fram margir áhugaverðir fyrirlesarar meðal annars Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur, starfsmenn annara íslenskra jarðvanga sem eru í burðarliðnum og fulltrúar ferðaþjónustunnar.

01. júlí 2014

Gönguleiðakortin eru tilbúin

Katla jarðvangur hefur í vetur unnið að gerð gönguleiðakorta fyrir svæðið. Kortin eru þrjú, af gönguleiðum í Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp.

09. maí 2014

Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í lok apríl var úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til ýmissa ferðamálaverkefna um allt land. Styrkjum var úthlutað til 50 verkefna, samtals 244 milljónum, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum. Árangur umsækjanda fyrir verkefni á starfssvæði Kötlu jarðvangs var góður og koma alls tæpar 46 milljónir til skipulags og uppbyggingar áningarstaða á svæðinu.