15. ágúst 2013

230 ár liðin frá Eldmessu

Laugardaginn 20. júlí 2013 voru liðin 230 ár frá því að sr. Jón Steingrímsson prestur á Prestsbakka á Síðu messaði í kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri og söng þar hina frægu Eldmessu sem talin er hafa stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði byggðinni á Klaustri í Skaftáreldum. Til minningar um þennan atburð efndu Kirkjubæjarstofa og Katla jarðvangur til Eldmessugöngu. Gangan hófst við Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri. Þar fylgdi sr. Haraldur M Kristjánsson sóknarprestur í Víkurprestakalli göngunni úr hlaði með minningarorðum um Eldmessuna og Eldprestinn sr Jón Steingrímsson.

14. ágúst 2013

Námskeið um ræktun og nýtingu plantna í náttúru Kötlu jarðvangs

Fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 20:30 til 22:00 verður fyrirlestur í fjarfundabúnaði (sent frá Selfossi og sent út á Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli og Vík). Fyrirlestrinum mun Hildur skipta í tvennt – fyrri helmingurinn er helgaður alþjóðlega eldhúsgarðsdeginum sem haldinn er 4ða sunnudaginn í ágúst. Hún mun fjalla um íslenskar og erlendar aðstæður til ræktunar.

15. apríl 2013

DAGSKRÁ JARÐVANGSVIKA 22. – 28. APRÍL 2013

Kötlu Jarðvangshlaupið 2013 verður haldið kl. 11:00 við Hjörleifshöfða og er vegalengdin 11 km með tímatöku. Hlaupinn verður hringur í kringum höfðann eða um 8 km í sandi á flatlendi, þegar hringnum lýkur er farið uppá höfðanum með 200m hækkun og endaði í rásmarki á flatlendi.