Ráðstefna um Kötlugosið 1918
Þann 12 . október í ár eru 100 ár síðan eldgos hófst í megineldstöðinni Kötlu í Mýrdalsjökli. Kötlugosið 1918 var eitt af stærri eldgosum í Kötlu. Gosinu fylgdu gríðarlega mikil jökulhlaup og mikið öskufall á stóru landssvæði umhverfis eldstöðina.