17. ágúst 2018

Ráðstefna um Kötlugosið 1918

Þann 12 . október í ár eru 100 ár síðan eldgos hófst í megineldstöðinni Kötlu í Mýrdalsjökli. Kötlugosið 1918 var eitt af stærri eldgosum í Kötlu. Gosinu fylgdu gríðarlega mikil jökulhlaup og mikið öskufall á stóru landssvæði umhverfis eldstöðina.

25. júlí 2018

Töfra möttulstraumanna má finna í Þorlákshöfn

Þann 5. júlí síðastliðinn var opnuð jarðfræðisýning í Gallerí undir stiganum á Bæjarbókasafni Þorlákshafnar. Sýningin inniheldur myndir sem sýna legu og lýsir virkni möttulstrauma undir landinu samkvæmt úttekt sem Steingrímur Þorbjarnarson jarðfræðingur hefur unnið. Meginskil milli N-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans liggja um Ölfusið og leitast hann við að skýra það nánar á sýningunni.

03. júlí 2018

Ruritage - Menningararfleifð nýtt til sjálfbærrar uppbyggingar

Nú á nýliðnum dögum sóttu starfsmenn Kötlu Jarðvangs Kick-Off fund í Bologna í Ítalíu þar sem verkefnið Ruritage – Rural regeneration through systemic heritage-led strategies; cultural heritage as a driver for sustainable growth.