Viltu starfa á Suðurlandi? Laus staða hjá Umhverfisstofnun!
Umhverfisstofnun leitar að sérfræðingi um friðlandið Surtsey. Starfið felur í sér umsjón með friðlandinu og heimsminjastaðnum Surtsey. Í boði er krefjandi starf fyrir sérfræðing með þekkingu á umhverfisvernd í öflugt teymi sérfræðinga þar sem lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu og víðtæka samvinnu. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni og hæfileika til að vera leiðandi á sínu fagsviði.