07. apríl 2021

Víkurskóli hlýtur styrk úr Sprotasjóði

Einn af jarðvangsskólum Kötlu jarðvangs, Víkurskóli í Mýrdal, fékk úthlutað úr Sprottasjóði núna á dögunum, en í ár fengu 42 verkefni af 105 úthlutað úr sjóðnum. Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.