Alþjóðlegur dagur fjalla
Í dag er alþjóðlegur dagur fjalla og því vildum við hér í Kötlu jarðvangi deila með ykkur smá upplýsingum um eitt af okkar uppáhalds fjöllum, sem er Þórólfsfell austan við Fljótshlíð og við sunnanverð Tindfjöll.
Í dag er alþjóðlegur dagur fjalla og því vildum við hér í Kötlu jarðvangi deila með ykkur smá upplýsingum um eitt af okkar uppáhalds fjöllum, sem er Þórólfsfell austan við Fljótshlíð og við sunnanverð Tindfjöll.
Í tilefni af Alþjóðadegi jarðvegs (World Soil Day) í dag, 5. desember, má deila einstöku jarðlagasniði frá Kötlu jarðvangi sem fyrirtækið Neðanjarðar sótti og vann 2018.
Jarðvangurinn hefur verið að safna sögum tengdum matvæla- og matargerð undanfarna mánuði. Sögusöfnunin hefur verið í tengslum við GEOfoodEDU verkefnið sem jarðvangurinn tekur þátt í ásamt Magma jarðvangi í Noregi, Jarðvísindastofnun Færeyja og Innovation South Greenland.
We are planning a seminar for those interested in learning more about Katla Geopark.
Katla jarðvangur og Southcoast Adventure formgerðu samstarf sitt á dögunum og er Southcoast því orðið viðurkennt Jarðvangsfyrirtæki.
Í lok september sóttu tveir fulltrúar Kötlu jarðvangs 46. fund tengslanet evrópskra jarðvanga (European Geopark Network, EGN) og 16. ráðstefnu evrópskra jarðvanga. Viðburðirnir voru haldnir í Sesia Val Grande jarðvangi í bænum Verbanía við Il Maggiore stöðuvatnið á Norður Ítalíu.
Katla jarðvangur er samstarfsaðili Háskólafélag Suðurlands í verkefni styrktu af Þróunarsjóði EFTA (EEA Grants) en verkefnið gengur út á að þróuð verði námsleið á meistarastigi um Jarðferðamennsku (e. Geotourism).
Katla jarðvangur hefur fengið fjölda tilkynninga um björgun fýla og fyrirspurnir þess efnis úr öllum landshornum!