11. desember 2022

Alþjóðlegur dagur fjalla

Í dag er alþjóðlegur dagur fjalla og því vildum við hér í Kötlu jarðvangi deila með ykkur smá upplýsingum um eitt af okkar uppáhalds fjöllum, sem er Þórólfsfell austan við Fljótshlíð og við sunnanverð Tindfjöll.

05. desember 2022

Alþjóðadagur jarðvegs

Í tilefni af Alþjóðadegi jarðvegs (World Soil Day) í dag, 5. desember, má deila einstöku jarðlagasniði frá Kötlu jarðvangi sem fyrirtækið Neðanjarðar sótti og vann 2018.

08. nóvember 2022

Sögur og myndskeið um matarhefðir innan Kötlu jarðvangs

Jarðvangurinn hefur verið að safna sögum tengdum matvæla- og matargerð undanfarna mánuði. Sögusöfnunin hefur verið í tengslum við GEOfoodEDU verkefnið sem jarðvangurinn tekur þátt í ásamt Magma jarðvangi í Noregi, Jarðvísindastofnun Færeyja og Innovation South Greenland.

30. september 2022

EGN fundur og ráðstefna – Sesia Val Grande Geopark, 26-30 september 2022

Í lok september sóttu tveir fulltrúar Kötlu jarðvangs 46. fund tengslanet evrópskra jarðvanga (European Geopark Network, EGN) og 16. ráðstefnu evrópskra jarðvanga. Viðburðirnir voru haldnir í Sesia Val Grande jarðvangi í bænum Verbanía við Il Maggiore stöðuvatnið á Norður Ítalíu.

02. september 2022

Fýlabjörgun í Kötlu jarðvangi

Katla jarðvangur hefur fengið fjölda tilkynninga um björgun fýla og fyrirspurnir þess efnis úr öllum landshornum!