21. janúar 2014

Vaxtarsprotar í Kötlu jarðvangi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður upp á 38 stunda námskeið þar sem farið er í rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Þátttakendur vinna með eigin viðskiptahugmyndir eða breytingar í starfandi fyrirtækjum. Unnið er í samstarfi við atvinnuþróunarfélög og aðra aðila úr stoðkerfi atvinnulífsins á viðkomandi svæði. Námskeiðið er ætlað öllum óháð eðli viðskiptahugmynda, atvinnugreina eða reynslu þátttakenda á sviði atvinnurekstrar.

08. desember 2013

Námskeið um íslenskar sagnir og þjóðtrúarhefð

Farið verður í helstu efnisflokka íslenskra þjóðsagna á 19. og 20. öld, sérkenni þeirra og tengsl. Í lokin er áherslan á svæðisbundna sagnahefð og upplýsingaöflun um hana. Kennt í fjarfundi, ýmist sent út frá Kirkjubæjaklaustri eða Hvolsvelli. Þrjú köld í desember, alls 6-8 stundir.

19. nóvember 2013

Námskeið um veðurfar í Kötlu jarðvangi

Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur og forstöðumaður á Náttúrstofu Suðausturlands fjallar um staðbundið veður á svæðinu, ný og gömul veðurmet og fleira. Kristín mun kenna á Kirkjubæjarklaustri og senda út með fjarfundarbúnaði til Víkur, Hvolsvallar og Selfoss

08. nóvember 2013

Námskeið um norðurljós

Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og sérfræðingur á Náttúrustofu Suðausturlands verður með tveggja kvölda námskeið um norðurljós. Á námskeiðinu fer hann meðal annars í sögulega norðurljósaatburði, fornar tilgátur um norðurljós, samspil sólar og sólvinda við segulsvið jarðar, tíðni norðurljósa og tengsl þeirra við virkni sólar.

05. október 2013

Öryggi í Óbyggðum

Starfsmenn frá South Iceland Adventure á Hvolsvelli fjalla um helstu atriði í fjallamennsku og rötun. Farið verður í grunnatriði í kortalestri og GPS ásamt útbúnaði og næringu á fjöllum. Námskeiðið verður í fjarfundi og ein verkleg æfing við Hvolsvöll.

12. september 2013

Staðarleiðsögn á jarðvangi I

Sameiginlegt leiðsögunámskeið Kötlu jarðvangs, Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunetsins hefst laugardaginn 28. september með sameiginlegum fræðslufundi. Næstu sex miðvikudagskvöld verða fyrirlestrar á Selfossi sem sendir verða með fjarfundarbúnaði til Hvolsvallar,

15. ágúst 2013

230 ár liðin frá Eldmessu

Laugardaginn 20. júlí 2013 voru liðin 230 ár frá því að sr. Jón Steingrímsson prestur á Prestsbakka á Síðu messaði í kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri og söng þar hina frægu Eldmessu sem talin er hafa stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði byggðinni á Klaustri í Skaftáreldum. Til minningar um þennan atburð efndu Kirkjubæjarstofa og Katla jarðvangur til Eldmessugöngu. Gangan hófst við Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri. Þar fylgdi sr. Haraldur M Kristjánsson sóknarprestur í Víkurprestakalli göngunni úr hlaði með minningarorðum um Eldmessuna og Eldprestinn sr Jón Steingrímsson.