Katlawelcome

Katla jarðvangur býr yfir merkilegum jarðminjum á heimsvísu sem mótað hafa landið yfir árþúsundin og haft djúpstæð áhrif á sögu, menningu og lífríki. Hlutverk jarðvangsins er að fræða gesti um svæðið: samspil manns og náttúru, vera tákn um gæði í náttúrutengdri ferðaþjónstu sem og stuðla að sjálfbærri þróun. Jarðvangurinn byggir á  samfélaginu sem hann tilheyrir og er þátttaka íbúa og hagsmunaaðila því ómissandi liður í uppbyggingu og stefnumörkun.

GeoEducation
Nú er skýrslugerð vegna Erasmus+ verkefnisins um GeoEducation (jarðmennt) lokið. Ítarleg og fallega myndskreytt skýrsla var unnin fyrir verkefnið, bæði til skoðunar á vef og til útprentunar. Skýrslan er á fimm tungumálum, ensku (tungumálinu sem notað var til samskipta í verkefninu), íslenskukróatískupólsku og portúgölsku. Ýmis álitamál voru uppi með þýðinguna yfir á íslensku. A.m.k. tvö nýyrði líta hér dagsins ljós, jarðmenntun fyrir geo education og jarðvætti fyrir geosite. Reynslan mun skera úr um það hvort þau festast í sessi, en áður hefur nýrðið jarðvangur haslað sér völl fyrir geopark.

Katla jarðvangur hefur útbúið vinnubækur og vinnuseðla sem hægt er að nálgast hér að neðan. Vinnuseðlarnir eru frábært tæki fyrir kennara og foreldra til að opna augu sín fyrir náttúru og sögu staðarins. 
Fræðsluefnið er í senn grípandi, fræðandi og auðvelt í notkun. 

Grunnskóli

Vinnubækur fyrir 12-16 ára aldurshóp um náttúru og sögu á Klausturstíg við Kirkjubæjarklaustur

Jarðfræði
Náttúrufræði
Saga og menning

Framhaldsskóli
Vinnuseðlar fyrir 16-20 ára aldurshóp byggðir á jarðfræðilegum fyrirbærum í Kötlu jarðvangi. Hverjum vinnuseðli fylgja kennsluleiðbeiningar sem og jarðfræðilegar og sögulegar tilgátur um svæðið

Skriðjöklar
Gervigígar
Öskulög
Jökulhlaup og eldgos undir jökli
Steindir

Áhugaverðir fyrirlestrar ofl.

Katla jarðvangur hefur staðið fyrir mörgum spennandi námskeiðum og fyrirlestrum og eru glærupakkar nokkurra þeirra aðgengilega hér á heimasíðunni

Ýmsa mjög áhugaverða fyrirlestra má finna með því að smella á hlekkinn til hægri, þeir fóru fram á Kötluráðstefnunni í Vík 12. október 2018, í tilefni þess að 100 ár voru frá síðasta gosi í megineldstöðinni Kötlu.

Magnús Tumi Guðmundsson:
Í ríki Kötlu - jarðvangur eldgosa og jökulhlaupa
Erindi flutt á ráðstefnu Kötlu jarðvangs í október 2014

Þórólfur Árnason
Rafvæðing í Vestur-Skaftafellsýslu, hugvitsmenn í héraði
Fyrirlestur fluttur á námskeiði Kötlujarðvangs í febrúar 2014