Áfangastaðaáætlun Kötlu jarðvangs má skoða hér að neðan

Þægilegast er að skoða skjalið í tölvu í lesaranum. - Til að skoða í vafra → Lág gæði (12 Mb) - Há gæði (150 Mb)
Þrjár vinnustofur DMP

Áfangastaðaáætlun þessi (DMP) er niðurstaða umfangsmikils skipulagsferlis með víðtækri þátttöku aðila. Fjölmargir hagsmunaaðilar innan jarðvangsins lögðu sitt af mörkum. Þessir hagsmunaaðilar eru fulltrúar sveitarfélaga og Suðurlands, fulltrúar skipulagsnefnda á svæðinu, stjórnendur í ferðaþjónustu og ferðaþjónustufyrirtæki, samfélögin á svæðinu, íbúar, landeigendur, fulltrúar jarðvangsins og fulltrúar Vatnajökulsþjóðgarðs. Heildarlista þátttakenda er að finna í viðauka þessarar skýrslu.

Áætlunin var unnin þannig að skipulagðar voru þrjár vinnustofur með öllum þátttakendum. Í fyrstu vinnustofunni (5. apríl 2017) var lögð áhersla á núverandi stöðu ferðaþjónustu og landslags innan jarðvangsins. Í annarri vinnustofunni (14. júní 2017) var unnið að mótun langtímastefnu og framtíðarsýnar fyrir DMP-áætlunina. Í þriðju og síðustu vinnustofunni (30. ágúst 2017) þróuðum við aðgerðaáætlun og ákváðum hvað væri nauðsynlegt inngrip innan svæðis jarðvangsins. Samhliða þessum vinnustofum voru skipulagðar skoðunarferðir til jarðvætta (e. geosites) jarðvangsins.

Könnun á netinu

Á meðan á vinnustofunum stóð kom í ljós að framlag frá íbúum á svæðinu og staðbundnum ferðaþjónustufyrirtækjum var ennþá fremur lítið. Þess
vegna var ákveðið að setja af stað könnun á netinu til að geta boðið aðgengilega og auðvelda leið til að taka inn fleiri skoðanir frá mismunandi staðbundnum hagsmunaðaðilum inn í skipulagsferlið. Könnunin var hönnuð af hönnunarteyminu í samstarfi við jarðvanginn og var send hagsmunaaðilum á staðnum í gegnum sveitarfélögin. Allt í allt bárust 78 svör.
Þetta þýðir að niðurstaða könnunarinnar er ekki tölfræðilega marktæk. Samt sem áður gaf könnunin vísbendingu um viðhorf fólks til ferðaþjónustu og náttúrunnar innan jarðvangsins. Gott samræmi kom fram milli könnunarinnar og viðhorfanna sem komu fram í vinnustofunum sjálfum. Þess vegna er fjallað um niðurstöður könnunarinnar í þessari skýrslu um leið og
unnið er með niðurstöður vinnustofanna. Efni sem safnað var í vinnustofunum, í ferðum og í könnuninni var notað til að þróa DMP-áætlunina, þar með talið langtímasýn og aðgerðaáætlun.


Eins og hægt er að ímynda sér fylgir mikil vinna þýðingu eins og þessari.
Að því sögðu tökum við kát á móti öllum ábendingum á villum og öðru sem kann að verða á vegi ykkar á info@katlageopark.is


Starfsfólk Kötlu UNESCO Global Geopark