Á Þykkvabæjarklaustri 2 er ferðaþjónusta í Nonna og Brynjuhúsi sem er staðsett í Álftaveri í Vestur-skaftafellssýslu.  Þar er hægt að fá gistingu, fara í gönguferðir, upplifa sveitina, dvelja í nokkra daga ef hentar, heimsækja áhugaverða staði á hálendinu og í nágrenni.
Einnig er hægt að fá á staðnum leiðsögn og fræðslu um nærliggjandi staði eins og sögustaðinn Þykkvabæjarklaustur, Kúabót, Alviðruhamravita, skoða Sauðahús eða kaupa sér skoðunarferð um Bólhraunafjöru og auðnir Mýrdalssands þar sem drottning íslenskra eldfjalla Katla krýnir útsýnið úr hásæti sýnu í Mýrdalsjökli.

Á Þykkvabæjarklaustri er ræktað feldfé og er útbúið úr ullinni ýmsar vörur.

Sjá á korti

63.507731, -18.371384|Nonna og Brynjuhús|culture,shopping|/media/1031/Nonna-og-brynjuhus.png?w=250&h=109&mode=crop|/vorur-ur-heradi/nonna-og-brynjuhus/

Fleiri möguleikar