Lindarfiskur er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem leitaði í upprunann.

Mamma ólst upp í Botnum í Meðallandi þar sem fiskeldið er. Botnar er bær sem er sér á báti, í fyllstu merkingu þess. Það er ekkert og enginn í 10 km radíus frá bænum sem er staðsettur inni í miðju Eldhrauni. Þetta er stærsti kosturinn við staðsetninguna. Friðurinn og róin, hreinleikinn og allt þetta vatn! Eldhraunið virkar eins og risastór sía fyrir vatnið sem fiskarnir okkar synda í. Það er okkar mat (næstum því án þess að við séum hlutdræg) að þetta sé besta vatn í heimi! Með þessu er lagður grundvöllur að frábæru hráefni. Við dundum okkur við að láta bleikjunum líða sem allra best. Gott pláss, nóg að éta og fullt, fullt af köldu vatni. Enda erum við mjög montin af lokaafurðinni okkar.

Bleikjan okkar er án efa, og með því að beita hógværðinni uppá spari, eins góð og mögulega hægt er að gera nokkurn titt! Við fáum aldrei nóg af henni.

Vatnið sem fiskarnir okkar synda í er kalt og kristaltært. Uppruni vatnsins er að miklu leyti úr vatnajökli og síast í gegnum Eldhraunið á langri leið sinni til okkar.

Við ölum fiskinn okkar alla leið frá hrogni. Allur úrgangur er notaður í áburð og við vinnum vöruna okkar á svæðinu.

Fiskbúðin í svarta húsinu er staðsett á Sunnubraut 18. Við erum bara opin frá 16-18 á þriðjudögum. Þetta er gert til að fiskurinn sem er í boði sé alltaf eins ferskur og möguleiki er á!

Sjá á korti

63.4169, -19.01307|Lindarfiskur|fish,arctic char,char,charr,salmon,family run,family,business,small,best fish in the world,Lava fish,eldhraun,local product,fiskur,bleikja,fersk bleikja,skaftárhreppur,skaftáreldahraun|/media/76252/lindarfiskur-pabbi-og-bleikja2.jpg?w=250&h=109&mode=crop|/vorur-ur-heradi/lindarfiskur/

Fleiri möguleikar