25. apríl 2017

Jón Baldur Hlíðberg í Víkurskóla, opin listasmiðja

Þriðjudagurinn 25.apríl kl. 12:30.  — Dagur umhverfisins

Jón Baldur Hlíðberg listamaður kemur til Víkurskóla og spjallar um líf sitt og starf og verður með opna listasmiðju.  Jón er mörgum afar vel kunnur vegna mynda hans sem prýða marga kennslubókina, auk þess hefur Jón myndskreytt fjöldann allan af bókum og bókaflokkum. í framhaldinu verðum við með opna listasmiðju, þar sem öllum gefst kostur á að teikna, lita og mála, blóm, fugla, fiska, eða það sem hugurinn girnist, undir handleiðslu Jóns. Allir hjartanlega velkomnir, að eiga skemmtilega og blómlega stund saman.