19. apríl 2018

Vorhátíð Kötlu Jarðvangs


Vorhátíð Kötlu Jarðvangs fór af stað sumardaginn fyrsta - 19. apríl næstkomandi - með pompi og prakt! Aragrúi af viðburðum eru á dagskrá yfir hátíðina sem spannar að þessu sinni heilan mánuð og þar með sannkölluð hátíð í vændum! Atburðir verða svo á vel völdum dögum yfir hátíðina, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!

Skoða má PDF útgáfu af dagskránni í heild með að smella á þennan hlekk fyrir pdf útgáfu. 
Komandi viðburðir:

Föstudagur 18. maí

Skaftfellingur 100 ára

Fögnum 100 ára afmæli skipsins Skaftfellings
með hátíð í Skaftfellingsskemmunni kl 17:00-
20:00. Ræðuhöld, tónleikar og einstakar
listaverkasýningar. Boðið verður upp á veitingar
úr héraði. Nánari dagskrá á www.kotlusetur.is
Mýrdalshreppur

Laugardagur 19. maí

Opnun Icelandic Lava Show.

Fellur því miður út úr dagskránni sökum tafa
á gámasendingu. Viðburðurinn verður haldin utan
dagskrár engu að síður. Tilkynnt verður á Fésbókarsíðum 
Kötlu og Icelandic Lava Show og heimasíðu Kötlu Geopark
varðandi nýja dagsetningu viðburðarins. Einnig má
hafa samband við info@icelandiclavashow.com fyrir frekari upplýsingar.
Smiðjan Brugghúss.

Opið hús í Smiðjunni Brugghús í Vík frá kl.
12:00—16:00. Vel valið tilboð af matseðli!
Mýrdalshreppur


Prins Pólo í Midgard.

Hljómsveitin Prins Pólo mun spila í Midgard kl.
21:00-23:00 og kynna þriðju breiðskífu sína,
Þriðja kryddið. Midgard, Hvolsvelli.
Miðasala verður við hurð.

Rangárþing eystra