06. október 2017

Regnboginn 2017

Regnboginn verður haldinn 6.-8.október 2017
Nánari dagskrá auglýst síðar.
01. júlí 2017

Alþjóðadagur á Klaustri

What if we will connect few countries and inspire people to play their favourite music, bake cakes, cook traditional food and show some art connected with their countries? 
Do you like to taste new food? Or maybe discover new music? 
You are more than welcome to come and enjoy this event!
02. júní 2017

Ratleikur Rangárþings eystra 2017

Ratleikur Rangárþings eystra 2017
2. júní - 1. september
Nánari upplýsingar hér: http://www.hvolsvollur.is/menning-og-mannlif/vidburdir/ratleikur-2017/
25. apríl 2017

Jón Baldur Hlíðberg í Víkurskóla, opin listasmiðja

Þriðjudagurinn 25.apríl kl. 12:30.  — Dagur umhverfisins

Jón Baldur Hlíðberg listamaður kemur til Víkurskóla og spjallar um líf sitt og starf og verður með opna listasmiðju.  Jón er mörgum afar vel kunnur vegna mynda hans sem prýða marga kennslubókina, auk þess hefur Jón myndskreytt fjöldann allan af bókum og bókaflokkum. í framhaldinu verðum við með opna listasmiðju, þar sem öllum gefst kostur á að teikna, lita og mála, blóm, fugla, fiska, eða það sem hugurinn girnist, undir handleiðslu Jóns. Allir hjartanlega velkomnir, að eiga skemmtilega og blómlega stund saman.

24. apríl 2017

Ganga á Pétursey í Mýrdal, undir leiðsögn Einars Skúlasonar hjá Wapp/Vesen og vergangur

Ganga á Pétursey í Mýrdal, undir leiðsögn Einars Skúlasonar hjá Wapp/Vesen og vergangur
Mánudagskvöld 24.apríl 2017 kl. 20:00

Gangan hefst frá Sindravelli vestan við Pétursey, kl.20:00 mánudagskvöldið 24.apríl 2017. Gangan tekur um 1,5—2 klst. Þeir sem koma frá Reykjavík geta sameinast í bíla á Olís við Norðlingaholt/Rauðavatn kl 17:55.

Gangan er við flestra hæfi. Allir velkomnir og kostar ekkert.

Skráning á Facebook viðburði Vesen og Vergangur https://www.facebook.com/events/235564313585928/ eða á info@katlageopark.is

 

24. apríl 2017

Kaffispjall um erlent samstarf jarðvanga í Kötlusetri

Mánudagurinn 24.apríl 2017

Kl. 16:00—18:00. Kaffispjall um erlent samstarf jarðvanga í Kötlusetri, með Sigurði Sigursveinssyni hjá Háskólafélagi Suðurlands.

- Geo Education verkefnið í máli og myndum.   20 einstaklingar fóru í ferðir á vegum Háskólafélags Suðurlands 2015-2016.

- Jarðvangsráðstefnan á Azoreyjum 7. – 9. september í haust. Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér heillandi náttúru þessara eldfjallaeyja og kynna sér í leiðinni starfsemi annarra jarðvanga í Evrópu.

 

24. apríl 2017

Opnun Handverkssmiðju í kjallara Kirkjuhvols á Klaustri

Mánudagurinn 24.apríl

Kl. 14:00—19:00 verður opnuð Handverkssmiðja í kjallara félagsheimilisins Kirkjuhvoli.

Öllum er velkomið að kíkja á starfsemina og aðstöðuna.  Handverkssmiðjan er hugsuð sem félags- og fræðslumiðstöð þar sem handverksfólk í hreppnum getur hist, miðlað af reynslu sinni og lært nýja hluti.  Heitt á könnunni.

 

23. apríl 2017

Opinn spjallfundur áhugamanna um sögu Önnu frá Stóru-Borg

Spjallfundur áhugamanna um sögu Önnu frá Stóru-Borg 
Sunnudaginn 23.apríl 2017 kl. 15:00 

Opinn spjallfundur á Skógasafni þar sem skoðaðir verða möguleikar á verkefnum í tengslum við sögu Önnu frá Stóru-Borg. Nýlega voru útbúnir giftingahringi og ferðakoffort undir hringana. Skoðaðir verða gripir á Skógum í tengslum við sögu Önnu frá Stóru-Borg.

 

22. apríl 2017

Hjörleifshöfðahlaup

Hjörleifshöfðahlaup Kötlu Jarðvangs

Laugardaginn 22.apríl 2017 kl.11:00

Hlaupið er 7 og 11 km. Forskráning á hlaup.is eða á beata@vik.is til 21. apríl. Þátttökugjald er 2500 kr fyrir eldri en 15 ára, 1500 kr fyrir yngri.  Víkurskáli/Ströndin býður þátttakendum í súpu eftir hlaupið og Mýrdalshreppur býður í sund.