05. janúar 2017

Fræðsla um Býflugnarækt á Klaustri

Fræðslufundur um Býflugnarækt á Kirkjubæjarstofu sunnudaginn 5.febrúar 
Skráning fer fram á visitklaustur@visitklaustur.is eða í síma 8676942
05. nóvember 2016

Fýlaveislan

Fýlaveislan – Ströndin v. Víkurskála laugardagskvöld 5. nóvember
Tökum  við  borðapöntunum  til  fimmtudags 3. nóvember í s.487-1230 eða á elias@vikurskali.is.
Allt með hefðbundnu sniði: Fýll, hangikjöt og viðeigandi meðlæti
Húsið opnar 19:30 og borðhald hefst 20:00
06. október 2016

Regnboginn

Regnboginn - list í fögru umhverfi, Lista og Menningarhátíð í Vík í Mýrdal. 10 ára afmælishátíð 7.-9. október 2016.
Nánar um hátíðina má finna á Facebooksíðu hátíðarinnar https://www.facebook.com/Regnbogahatid/?fref=ts 
24. júní 2016

Yoga í fjörunni!

Jóga verður undir berum himni fyrir opnu Atlantshafi í Reynisfjöru í Mýrdal, þegar sólargangurinn er lengstur dagana 24.-26.júní 2016.
Jógað verður að morgni kl. 8 og að kvöldi kl.18.15 alla dagana og sé eftirspurn á öðrum tímum þá hafið samband. Klæðist eftir veðri en gætið þess að fötin séu þægileg og þjál. 
Verið Hjartanlega velkomin 
Signý Einarsdóttir, jógakennari 
sena04500@gmail.com 
S.8940383 
Frjálst að greiða.
04. júní 2016

Mýrdalshlaupið

Mýrdalshlaupið verður haldið í fjórða sinn laugardaginn 4. júní, klukkan 14:00.

Vegalengd
Hlaupið er 10 km.

Skráning, þátttökugjald og afhending gagna
Skráning í hlaupið verður á hlaup.is eða á staðnum fyrir hlaupið frá kl. 13 í Víkurskóla í Vík. 
Þátttökugjald er 2.500 kr. í forskráningu en 3.000 kr. ef viðkomandi skráir sig á staðnum. Hægt er að skrá sig hér á hlaup.is til kl. 21 föstudaginn 3. júní. 
Afhending keppnisgagna fer fram í Víkurskóla í Vík frá kl. 13 á keppnisdegi. Innifalið í þátttökugjaldi er rúta á rásstað, brautarvarsla, tímataka (án flögu), hressing eftir hlaup og frítt verður í sund eftir hlaup.

Staðsetning og hlaupaleið
Keppendur mæti við Víkurskóla í Vík kl. 13:30, en rúta mun flytja keppendur á rásstað kl. 13:45. Hlaupið byrjar við Dyrhólaey í Reynisfjöru. Hlaupið er eftir Reynisfjöru 2,5 km í lausum sandi eða möl. Næstu 2 km eru hlaupnir eftir malbikuðum vegi inn fyrir Reyniskirkju, þaðan upp í Reynisfjall. Næstu 3,5 km eru hlaupnir utan vega og á slóða upp á Reynisfjalli eftir vesturbrún þess og fram á brún syðst á fjallinu þar sem sést niður á Reynisdranga. Eftir austurbrún fjallsins er hlaupið inn á malarveg sem liggur niður fjallið að austan, til Víkur. Þar ná hlauparar mestri hæð sem er 200 m yfir sjó en hlaupið byrjar og endar ca. 5 m yfir sjó. Hlaupið er niður eftir malarvegi og endar hlaupið á íþróttavellinum í Vík.  Mikil náttúrufegurð og fallegt útsýni á allri hlaupaleiðinni.
Keppendur mæti við Víkurskóla í Vík kl. 13:30, en rúta mun flytja keppendur á rásstað kl. 13:45. Sjá nánar á hlaup.is: http://hlaup.is/displayer.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=27474

Leiðin verður vel merkt og brautarvarsla á leiðinni.

Flokkar
Keppt verður í opnum flokki karla og kvenna.

Verðlaun
Allir keppendur fá viðurkenningu og verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki. Einnig verða útdráttarverðlaun.

Nánari upplýsingar
Vinsamlegast hafið samband við Ástþór: asthorjon98@gmail.com

25. maí 2016

Ratleikur um Rangárþing

Ratleikur Rangárþings eystra er skemmtilegur leikur þar sem allir geta tekið þátt. Leikurinn hefst miðvikudaginn 25. maí og lýkur fimmtudaginn 1. september. Í upphafi leiksins fá allir þátttakendur sér klippikort sem þeir hafa með sér þegar lagt er af stað í gönguferðina. Á hverri gönguleið er ,,flagg/merking(mynd)“ með  gatara á.  Þátttakendur gata svo klippikortið sem þeir eru með og klára gönguna.

Um er að ræða tíu skemmtilegar og þægilegar gönguleiðir sem flestir ættu að ráða við. Hver leið er ekki nema 1 - 3 kílómetrar að lengd. Þegar allar leiðirnar tíu  hafa verið farnar og tíu göt komin á klippikortið skal kortinu skilað ásamt upplýsingum um þátttakanda í sérmerktan kassa í íþróttamiðstöðinni.

Dregið verður úr hópi þátttakenda föstudaginn 2. september og eru glæsilegir vinningar í boði.

Nú er bara að drífa sig af stað og taka þátt. Munið eftir að taka með ykkur klippikortin en ef þið þurfið fleiri kort er hægt að nálgast þau í íþróttamiðstöðinni.

Gangi ykkur vel.

Nánari upplýsingar eru í þessu skjali hér 25. apríl 2016

JARÐVANGSVIKA - Leiksskálar

Dagur umhverfis: Nemendur Víkurskóla bjóða til jarðvangsveislu með kynningu á matvælum og afurðum úr Kötlu Jarðvangi sem þeir kynna sér í vikunni. Allir velkomnir! Líf og störf Sveins Páls-sonar náttúrufræðings verða einnig þema vikunnar í Víkurskóla auk tilurð og tilgangs Kötlu Jarðvangs.
24. apríl 2016

JARÐVANGSVIKA - Brunasandur

Hjólaferð um Brunasand með Ferðafélagi Skaftárhrepps og Kind Adventure. Hjól í boði fyrir þá sem ekki geta komið með sín eigin. Skráning hjá Rannveigu s.8471604. Lagt af stað frá Hraunbóls-afleggjara við þjóðveg 1 kl.13:00. Hjólað ca 17 km leið.
23. apríl 2016

JARÐVANGSVIKA - Skógasafn

Leiðsögn um matarmenningu í Rangárvalla– og V-Skaftafellssýslu í gegnum aldirnar. Andri Guðmundsson leiðsegir.
23. apríl 2016

Utanvegahlaup Kötlu Jarðvangs—Hjörleifshöfði

7 og 11 km hlaup. Forskráning á hlaup.is til 20. apríl, eftir það á disa@kotlusetur.is. Þátttökugjald 2500 kr fyrir fullorðna og 1500-kr fyrir 14 ára og yngri. Medalía fyrir alla. Víkurskáli/Ströndin býður þátttakendum súpu eftir hlaupið og Mýrdalshreppur í sund. Ungmennafélagið Katla á allan þátt í framkvæmd hlaupsins. 
22. apríl 2016

JARÐVANGSVIKA -Alþjóðadagur móður jarðar - Kötlusetur

Jarðvangsfræðsla í Kötlusetri Vík í Mýrdal 
Kl. 14:00-15:00 Hvernig svörum við ferðamönnum sem spyrja um Kötlu Geopark – Fræðum starfsfólk fyrirtækja svo þeir geti leiðbeint ferðamönnum um jarðvanginn!
Kl. 16:00-17:00 Að búa í jarðvangi - Hvað get ég lagt af mörkum?
21. apríl 2016

JARÐVANGSVIKA -Sumardagurinn fyrsti

Fimmtudagurinn 21.apríl – Sumardagurinn fyrsti kl.11-17 Hvolsvöllur.

Firmakeppni, Flóamarkaður og Hnallþórusala í Hvolnum. Fjölskyldudagskrá við íþróttamiðstöðina.

 

Fimmtudagur 21.apríl kl.19:30 Mýrdalur

Gengið að Oddnýjartjörn með Ferðafélagi Mýrdælinga. Lagt af stað frá Arion banka í Vík í Mýrdal.

 

 

20. apríl 2016

JARÐVANGSVIKA - Hvolsskóli

Þemadagar í Hvolsskóla 18.-20. apríl, fræðsla um alþjóða mark-mið sameinuðu þjóðanna.

Miðvikudagurinn 20.apríl kl 17.15 
Umhverfisnefnd nemenda í Hvolsskóla kynnir árleg verkefni sem hlotið hafa mikla athygli: vistheimt, jöklamælingar, fjallgöngur og vinnu við Tumastaðaskóg.

 

19. apríl 2016

JARÐVANGSVIKA - Rútshellir

Uggi Ævarsson hjá Minjastofnun Íslands og Guðjón Kristinsson hleðslumeistari halda fræðsluerindi um sögu og nýlegar endur-bætur á Steinahelli og Rútshelli á vegum Minjastofnunar.
18. apríl 2016

JARÐVANGSVIKA - Kirkjubæjarstofa

Mánudagurinn 18.apríl kl 17.00-21.00
Handverkshópur rifjar upp skaftfellskt handverk—verkleg arfleifð
Opið hús.

Mánudagurinn 25.apríl kl 17.00-21.00
Handverkshópur í Skaftárhreppi – opið hús á lokakvöldi.

 

28. mars 2016

Kardimommubærinn Lokasýning

Leikfélag Austur Eyfellinga frumsýna Kardemommubæinn eftir Thorbjørn Egner. Leikritið verður sýnt á Heimalandi og verða alls 5 sýningar. Allir sem standa að sýningunni hafa lagt mikla vinnu í verkið og því eru íbúar sveitarfélagsins og aðrir áhugasamir hvattir til að fara og sjá sýninguna.
26. mars 2016

Kardimommubærinn 4.sýning

Leikfélag Austur Eyfellinga frumsýna Kardemommubæinn eftir Thorbjørn Egner. Leikritið verður sýnt á Heimalandi og verða sýndar 5.sýningar. Allir sem standa að sýningunni hafa lagt mikla vinnu í verkið og því eru íbúar sveitarfélagsins og aðrir áhugasamir hvattir til að fara og sjá sýninguna.
23. mars 2016

Kardimommubærinn 3.sýning

Leikfélag Austur Eyfellinga sýnir Kardemommubæinn eftir Thorbjørn Egner. Leikritið verður sýnt á Heimalandi og verða ásamt frumsýningu 4. sýningar. Allir sem standa að sýningunni hafa lagt mikla vinnu í verkið og því eru íbúar sveitarfélagsins og aðrir áhugasamir hvattir til að fara og sjá sýninguna.
21. mars 2016

Kardimommubærinn 2.sýning

Leikfélag Austur Eyfellinga sýnir Kardemommubæinn eftir Thorbjørn Egner. Leikritið verður sýnt á Heimalandi og verða ásamt frumsýningu 4. sýningar. Allir sem standa að sýningunni hafa lagt mikla vinnu í verkið og því eru íbúar sveitarfélagsins og aðrir áhugasamir hvattir til að fara og sjá sýninguna.